27.10.2006 | 17:02
Helgareiginmaður
Það kannast allir við helgarpabba?
Ég á svona helgareiginmann.
Hellisbúinn er á landinu aðra hvora helgi, reyndar alveg í 5 daga í senn en svo líður langur tími í næstu heimkomu.
Börnin eiga semsagt helgarpabba og ég helgareiginmann.
Þetta verður samt tímabundið ástand sem varir vonandi ekki í langan tíma.
Ekki það að við spjörum okkur ekki ágætlega en það er nú betra að hafa hann hérna hjá sér .
Frekar fyndið hvernig allir spennast pínu upp og fara í annan gír þegar pabbinn er væntanlegur. Ég búin að versla í dýrindismáltíðar, tilbúin að smella í gómsæta eftirrétti, passa að það sé nóg til af arinkubbum og kertum og börnin spyrja á 10 mín fresti hvað sé langt þangað til pabbi komi (sko í klukkutímum og mínútum).
Ég komst reyndar að því núna þegar ég pikka þetta að ég er ekki búin að skúra allt og skrúbba hátt og lágt en það er bara útaf því að ég er léleg húsmóðir! Hann tekur hvort eð er ekkert eftir því .
Það verður gott að fá hann heim í fyrramálið, verst hvað það er mikið að gera hjá mér næstu daga, mun lítið geta notið þess að hafa hann heima.
Þar til næst...
B - helgarfrú
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
semsagt á að þræla kauða út hehehehe
Ólafur fannberg, 30.10.2006 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.