Neikvæðni

Ég er búin að vera að kafna úr neikvæðni undanfarna daga.

Eins og ég er hrikalega kát að vera komin "heim" í heimsókn og hitta allt fólkið mitt og lærdómspartnerinn minn og hinar vinkonurnar mínar og íslenska vorið og íslenska fjöru og íslensk fjöll.

Held það sé allt ógeðsprófinu að kenna, hlýtur eiginlega bara að vera. Hef enga aðra ástæðu fyrir að vera neikvæð - eða hvað?
Neibb, held bara ekki.

Hristi þetta vonandi af mér þegar ég skila af mér ógeðsprófinu á eftir og breytist í Júllu Jákvæðu (er hún ekki til?) og skoppa hérna um allt.

Pppþþþööö

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, kannast við þessa neikvæðni, annaðhvort er þetta eitthvað í loftinu eða ógeðsprófið. Allavega erum við ekki að tala hvor aðra niður neihei!

Vona að ég breytist ekki í Pésa Prumpubrók þegar þú ferð í Júllu Jákvæðu gírinn..

Marta (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 09:55

2 identicon

Júlla jákvæða?  Pési prumpubrók?  Það væri nú gaman að sjá þau saman.  Vona samt að Marta sé ekki að gera grín að syni mínum...

Edda (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 21:40

3 identicon

Ég bíð spennt eftir pistli frá Júllu jákvæðu. 

Edda (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband