Nína neikvæða

Júlla Jákvæða er ekki alveg að gera sig.
Held að ég sé búin með alla Pollýönnuskammtana mína og þeir hafa ekki endurhlaðist ennþá.
Meira eins og Nína Neikvæða sé búin að skjóta í mér rótum og kæfi allar jákvæðnitilraunir í fæðingu.

Ógeðsprófið er hluti af ástæðunni.
Glatað að fara í próf þar sem þú hefur ekki nema litla hugmynd um til hvers er ætlast af þér og kennarinn er ekki alveg til í að segja þér það. Þegar þú ert búinn að fá lægstu einkunn á háskólaferlinum fyrir verkefni og veist ekki einu sinni almennilega hvað þú gerðir vitlaust og kennarinn vill ekki segja þér það.
Og þurfa svo að basla með ógeðsheimapróf í 2 og 1/2 dag og vera alltaf með lítinn púka á öxlinni sem segir þér að þetta geti ekki verið nógu gott, það hljóti að vanta eitthvað uppá og fleira skemmtilegt sem bara litlir púkar kunna að hvísla í eyru.

Svo er ég bara í einhverri tilvistarkreppu.
Og þegar ég er í kreppu langar mig mest að stinga hausnum undir sæng og bíða eftir að hlutirnir verði betri.
Sem gerist auðvitað ekkert.

Alla vega ... Júlla úti - Nína inni.
Held ég sé ekkert að blogga þar til B kemur aftur, hinar tvær eru báðar frekar leiðinlegar.

Þar til næst...

?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna hér.  Nú kalla ég bara á Pésa prumpubrók to the rescue!  Sjáum hvort það dugar. 

Nú ef ekki - viltu senda mér númerið hjá þessum kennara?  Þarf að eiga við hann orð.

Kv.

Sísí síkáta

Edda (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 16:24

2 identicon

...mættur til leiks ásamt Lalla Leðurklædda

Pési Prumpubrók (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband