Týnd í óravíddum tímans

Og nei, þetta er ekki innihaldsríkt innlegg um tímaflakk eða neitt í þá veru.

Er búin að ferðast milli heimsálfa síðustu 3 daga og er núna alveg að leka úr þreytu og með rugluna á háu stigi. Þannig að ef þetta innlegg meikar ekki sens er það ekki á mína ábyrgð. (Verð að lauma hérna inn einu gömlu gullkorni frá yngsta afkvæminu... "Mamma, hvernig álfar eru eiginlega heimsálfar?")

Ákvað að "heimsækja" Hellisbúann í hina einu sönnu Nýju Jórvík og sjá hvað hann aðhefst þessa daga sem hann er ekki hérna á skerinu hjá familíunni.
Það gat auðvitað ekki verið einfalt og ég þurfti að breyta ferðaáætluninni á síðustu stundu og fljúga til Boston.
Ég slökkti auðvitað á símanum mínum um leið og ég kom inn í vél, eins og góðum farþega sæmir. Sem væri ekki í frásögur færandi nema ég er nýbúin að skipta um símafyrirtæki og hafði ekki hugmynd um PIN númerið mitt.
Sem væri svosem ekki í frásögur færandi nema af því að ég var með USAnúmer Hellisbúans í símanum mínum, sem og allar upplýsingarnar um hótelið í sms-i.
Þetta uppgötvaði ég mér til mikillar skelfingar þegar ég var að ganga útúr vélinni.
Ég verð að viðurkenna að það þyrmdi yfir mig og ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera.
Fór gegnum security, fann töskuna, kom fram og ... var komin með kökk í hálsinn og alles. Fékk að hringja hjá skólafélaga - sem var svo vinsamleg að vera þarna í fluginu.
Hringdi í símsvara Hellisbúans og fékk uppgefið útlenska númerið.
Var þá reyndar orðin næstum ein þarna í komusalnum.
Þá sá ég Pay Phone...! Sem bjargaði lífi mínu Wink.
Náði í Hellisbúann og var komin útí leigubíl 2 mín seinna á leiðinni á hótelið.
Frekar fyndið svona eftirá en algjör horror meðan á stóð.

Við fórum svo beint á söngleik sem ég get alveg mælt með við þá sem eru í Boston og langar að lyfta sér upp.

Respect

Söngleikurinn er í raun saga bandarískra kvenna sögð gegnum tónlistina - kvennatónlistina þ.e.
Bara gaman.

Tókum svo lest yfir til New York.

Hellisbúinn þurfti auðvitað að vinna meðan á heimsókn minni stóð svo ég þurfti að finna mér eitthvað til dundurs á meðan.
Ekki erfitt fyrir kaupglaðan, íslenskan kvenskörung!

Frábært að hitta hina Hellisbúana, sem fá að eyða meiri tíma með Hellisbúanum mínum en ég.
Frábært að komast aðeins í búðir.
Frábært að fá að kósa sig aðeins með kallinum í friði og ró.
Frábært að koma heim og knúsa afkvæmin.

Og FRÁBÆRT að fá litlu systur heim í dag Grin

Þar til næst...

B

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að vera komin heim  og að knúsa ykkur öll kem í eldhúspartý bráðum
Helena

Helena (IP-tala skráð) 12.11.2006 kl. 18:24

2 Smámynd: Birgitta

Sko alltaf eldhúspartý hjá mér  - ættum svo kannski að athuga hvort það sé ekki hægt að setja alvöru eldhúspartý hjá múttunni á Planið.

B

Birgitta, 12.11.2006 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband