28.5.2008 | 16:35
Einn lítill, tveir litlir ....
þrír litlir kassar. Svo langt er ég komin í niðurpökkun fyrir heimflutningana - 3 kassar .
Með þessu áframhaldi ætti ég að ná að pakka niður öllu (í eldhúsinu) fyrir heimferð.
Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða þegar maður hangir og gerir ekki neitt, hann bara rýkur áfram með rakettu í botninum - lygilegt alveg!
Ætla samt bara að halda áfram að hanga og gera ekki neitt, veit af fyrri reynslu að þetta verður allt saman ready þegar þarf á að halda.
Þar til næst...
B
Verð eiginlega bara að breyta þessu aðeins. Hanga og gera ekki neitt?! Það er sko barasta ekki satt. Er alveg búin að þvo, þurrka, brjóta saman og ganga frá úr 5 vélum (restin í þvotti), rífa útúr heilum draslaskáp og henda, þrífa og pakka, fara í pósthúsið og búðina, fara í langan göngutúr og já...
Kannski ekkert skrítið að tíminn fljúgi .
B
Athugasemdir
Já það er með ólíkindum hvað maður kemst yfir mikið með því að hanga bara og gera ekkert!
M (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.