Próflestrarleti

Á að vera að lesa fyrir próf en nenni varla að opna bók.

Það eru líka alveg 7 dagar í fyrsta prófið og ég mun líklega ekki komast í gírinn fyrr en svona 2-3 dögum fyrir próf.
Þá mun stressið hellast yfir mig af alvöru og ég mun bölva og ragna og gráta þennan tíma (sem er núna) sem ég notaði ekki til að læra.

Og ég veit þetta alveg því ég upplifði þetta fyrir ári síðan.
Og aftur í vor.
En virðist ekki geta breytt þessu.

Vinn greinilega langbest undir pressu.

Spurning hvort ég geti ekki einhvern veginn búið þessa pressu til? Gabbað sjálfa mig þannig að ég haldi að prófið sé á morgun eða hinn..?

Einhverjar hugmyndir?

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ef til vill að ímynda þér að þú sért ekki að lesa fyrir próf????

Ætlir bara svona þér til skemmtunar að kíkja aðeins á efnið hehe. 

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 26.11.2006 kl. 19:20

2 Smámynd: Ólafur fannberg

sammála siðasta ræðumanni

Ólafur fannberg, 26.11.2006 kl. 22:51

3 identicon

Komdu bara til mín, eða ég til þín.. miklu skemmtilegra að læra saman

Marta (IP-tala skráð) 26.11.2006 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband