16.8.2008 | 16:44
Alltaf í boltanum...
Það kemst fátt annað að þessa dagana en handbolti. Sem betur fer er mér að takast að smita börnin af handboltaáhuganum svo ég er ekki lengur ein eða flúin til gömlu þegar mikilvægir leikir eru sýndir.
Sponsið horfir reyndar stundum meira á mömmuna sína en sjónvarpið, held henni lítist ekkert á það hvað mamman getur orðið hrikalega æst. Hún spurði áðan greyið hvort ég væri nokkuð að fá hjartaáfall .
Og orðbragðið á mömmunni og ömmunni - úff púff! Það er sko ekki til fyrirmyndar. Mætti alveg 'pííííípa' okkur út stundum. Tala nú ekki um leik þegar dómara%#$X haga sér eins og núna áðan...
Fyrir þá sem eru svona sokknir í boltann eins og ég þá eru hérna 2 frábærar síður:
Þessi er yfir stöðuna í riðlunum, uppfærist ca 3 mín eftir leikslok. Takið eftir hvað það er magnað að sjá hvað B-riðillinn er jafn miðað við A-riðilinn.
Svo er hérna tímarnir á öllum leikjunum:
Báðar síðurnar eru á vegum IHF - AlþjóðaHandknattleiksSambandið.
ÁFRAM ÍSLAND
B
Athugasemdir
Ánægð með áhugann á boltanum hjá þér Birgitta mín, með allar síður og alles á hreinu :)
Kv. frá ritgerðarpartnernum í Þýskalandinu
Elfa Björk (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 16:27
Já.... nei takk, ómögulega.
Marta (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.