Örlögunum storkað

Eða réttara sagt veðurguðunum.
Ég ákvað nefnilega að gerast svo djörf að hengja þvott ÚT á snúru! Er að vona að veðurguðunum verði ekki litið niður í garðinn minn næsta sólarhringinn - því eins og allir vita er sólarhringur bara eitt lítið augnablik í lífi veðurguða svo það hlýtur að teljast ansi mikil óheppni ef þeir líta í garðinn MINN akkúrat það "augnablik" sem þvotturinn minn hangir útá snúru.

Ég veit nefnilega fyrir víst að ef veðurguðirnir sjá eitthvað hangandi á snúrunum mínum þá fara þeir um leið í leik sem heitir Hver er fljótastur að gegnbleyta, koma oní mold, feykja burt eða gaddfrysta þvottinn hennar Birgittu. Þetta er hin besta skemmtun veðurguðanna og sem stendur hefur Regnguðinn vinninginn með gegnbleytunni. Sé líka að hann er þarna að laumupúkast í skýi fyrir ofan Heiðrúnu og Vífilfell en ég er að reyna að fá Sólarguðinn til að hjálpa mér með því að halda Regnguðinum á snakki meðan Vindguðinn feykir honum niður í bæ.

Úbbossí... Þeir sáu okkur!  Bæði Rok og Regn eru á fleygiferð hingað! Farin! Að bjarga þvotti!

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband