Skiljanleg áskorun

Veit um mjög marga sem hafa kosið sjálfstæðisflokkinn í mörg herrans ár sem ætla ekki að gera það núna.

Bara vegna Árna Johnsen.

Væri virðingarvert af honum að draga framboð sitt til baka en miðað við ummæli hans um "tæknileg mistök" og bara almennt um þetta mál, á ég ekki von á að hann muni gera það.

Verður spennandi að fylgjast með þessu.

Þar til næst...

B


mbl.is Skora á Árna Johnsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú hissa á því að það þurfi framboð Árna Johnsen til að fólk ætli ekki að kjósa flokkinn. Voru það ekki vinir hans í flokknum sem "hreinsuðu æru hans" til að hann kæmist í framboð? Ef þetta fólk hefði nú einhverja siðferðisvitund hefði það sleppt því og þar með sparað flokknum þessa katastrófu. Svo fara allir að skjálfa núna af því að flokkurinn er að missa fylgi. Þetta er allt svo ömurlegt að manni fallast bara hendur.  En jæja, að öðru skemmtilegra, takk fyrir góðar kveðjur og hlakka til að sjá þig um jólin!!

Lov, Hilla

Hilla Sig (IP-tala skráð) 2.12.2006 kl. 18:46

2 Smámynd: Birgitta

Góður punktur Meistari Hilla - manni fallast alveg hendur yfir þessum klúðursháttum öllum saman.
Er mikið að hugsa um að skila bara auðu þetta vorið.

B

Birgitta, 2.12.2006 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband