4.12.2006 | 16:23
Þó fyrr hefði verið!
Ég ætla að láta fylgja þessu svolítið sem ég fékk í pósti áðan.
Laugardagurinn 2.desember 2006
Fimm ára stúlka og karlmaður um þrítugt létust í hörðum árekstri tveggja fólksbíla á Suðurlandsvegi í dag. Þrír komust lífs af en af þeim er einn, lítill drengur, alvarlega slasaður. Bílarnir voru að koma úr gagnstæðum áttum, og fór annar þeirra yfir á öfugan vegarhelming.
Hvað þarf að gerast til þess að stjórnvöld fari að forgangsraða rétt og tvöfalda Suðurlandsveginn og Vesturlandsveginn? Að meðaltali látast eða örkumlast 5 manns á ári hverju á Suðurlandsveginum og álíka margir á Vesturlandsveginum.
Skipta þessi mannslíf stjórnvöld virkilega ekki máli?
Þetta mál snertir okkur öll, því að öll okkar þekkjum við einhvern sem aka þessa tvo fjölförnu vegi reglulega eða þá að við ökum þá sjálf. Það er hræðilega sorglegt að hugsa til þess að þessi mannslíf fóru vegna þess að stjórnvöld voru ekki löngu búin að láta þessi verkefni í forgang.
Skipta 10 mannslíf á ári virkilega ekki meira máli en það að tvöföldun Suður- og Vesturlandsvegar er látin bíða á meðan önnur mál eru látin hafa forgang?
Það hefur sýnt sig að tvöföldun Reykjanesbrautar hefur bjargað mörgum mannslífum þó svo að henni sé ekki alveg lokið. Það er ekki gert ráð fyrir þessu þjóðþrifamáli á núverandi samgönguáætlun.
Er ekki nóg komið?
Ég ákvað að gera ekki ekki neitt og að mannslíf fólks á Íslandi skipta mig máli, tek ég því þátt í að skrifa undir að skora á Alþingi að tryggja tvöföldun Suðurlandsvegar án tafar á vefsíðunni:
http://www.sudurlandsvegur.is/
Ég hvet þig líka til að gera ekki ekki neitt og leggja þitt af mörkum með að skrifa undir listann og senda þetta áfram á alla í þinni netfangaskrá.
Sýnum samstöðu, hjálpumst að og látum stjórnvöld taka mark á okkur.
Hver undirskrift skiptir máli.
Aðstandendum þeirra sem lentu í slysinu votta ég alla mína samúð.
Skora á ykkur öll að smella þarna inn og leggja ykkar af mörkum
Þar til næst...
B
![]() |
Samgönguráðherra: Stefnan að helstu ökuleiðir út úr borginni verði tvöfaldar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
vonandi verður þetta til að ýta verulega við þeim og tvöföldun vegarins fer af stað strax
Ólafur fannberg, 5.12.2006 kl. 08:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.