Hávært barn...

Ég er ekki að grínast, ég HEYRI í dóttur minni í frímínútum í skólanum!
Samt eru alveg örugglega 1-2 kílómetrar þangað! Ég vissi að hún væri hávær en common! Þetta er ótrúlegt! Er ekki einhver glæst framtíð sem bíður barns sem getur látið heyra svona hátt í sér? Kannski óperusöngkona..?

Hún hefur alltaf verið svona þessi elska. Hún var ekki gömul þegar ég var beðin, af leikskólastarfsfólkinu, um að fara með hana og láta athuga heyrnina. Kannski svona 3ja ára. Og reyndar aftur þegar hún var 5 ára. Hún er með 100% heyrn - hún talar bara HÁTT. Það þýddi lítið að segja henni að nota inniröddina eða spariröddina, hún "talar bara svona".

En fyrr má nú aldeilis fyrrvera að ég heyri í henni úr skólanum...

Og hvaðan hefur barnið þetta? Ekki frá mér það er víst! Ég hef ömmu hennar í móðurlegg grunaða um að hafa verið ansi háværa á unga aldri en varla svona... Veit reyndar að amma hennar í föðurlegg var ansi stjórnsöm, og stundum hávær, en hef ekki heyrt neinar sögur að til hennar hafi heyrst um allar sveitir.

Best að láta hana ekki vita að ég heyri til hennar úr skólanum. Heyri alveg til hennar garga á mig ef eitthvað kemur uppá....

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

híhoha... var hún ekki fædd til að vera með læti!! Minnir að hún hafi sagt það sjálf! Þú eignaðist lítinn yndislegan skrattakoll!! :P

Helena (IP-tala skráð) 27.4.2006 kl. 16:59

2 identicon

híhoha... var hún ekki fædd til að vera með læti!! Minnir að hún hafi sagt það sjálf! Þú eignaðist lítinn yndislegan skrattakoll!! :P

Helena (IP-tala skráð) 27.4.2006 kl. 16:59

3 identicon

Jú alveg rétt! Var búin að steingleyma því! Þegar hún sagði við mig, með geislabauginn ljómandi að hún væri fædd til að hafa hávaða - algjör froskur!
B

Birgitta (IP-tala skráð) 27.4.2006 kl. 17:51

4 identicon

Ég verð bara að setja hérna inn kommentið frá henni múttu sem viltist inn í gestabókina :).

Óskráður (DB) skrifaði: 2006-04-27
Hávært barn
Bíddu bíddu bíddu !!! hún á bara eina ömmu í móðurlegginn og það er sem sagt ég. Hummm veit ekki alveg hvernig ég á að taka þessu en verð bara að segja að þó hún sé hávær þá er hún alveg yndisleg. Kanski afi hennar í móðurlegg geti smíðað á hana ljóðkút. Your mother.

þetta átti auðvitað að vera "hljóðkút", en ljóðkút er samt voða sætt hvað sem það nú er. M

Kveðja,
B

B (IP-tala skráð) 28.4.2006 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband