19.12.2006 | 10:37
Búin í prófunum :D
Loksins, loksins, loksins!
Vaknaði í morgun og í fyrsta skipti í laaaangan tíma gat ég bara gert það sem mig langar til - þvílíkur lúxus!
Gaf sjálfri mér bestu jólagjöf í heimi, fékk yndælisstúlku til að þrífa húsið mitt á meðan ég var í síðasta prófinu. Veit ekki hvort var betra - að koma heim og vera búin í prófunum eða koma heim í tandurhreint hús... Saman var þetta bara hreinn unaður!
Og nú er það bara jólastússið á fullum farti, allt eftir en það er bara gaman.
Og knúúúúúúúsa börnin mín - þau eiga sko skilið risaknús eftir þessa törn!
Ætla að reyna að sitja á mér að kíkja eftir einkunnum þar til eftir jól, alveg ferlegt þegar maður dettur í það að refresha Ugluna á nokkurra mínútu fresti - spurning um að pakka niður tölvunni fram yfir áramót...?
Nehhh, efast um að ég gæti það - dæmi um netfíkn?
Leið eins og ég væri komin aftur til fornaldar á sunnudaginn þegar ég komst ekki inn á neinar erlendar síður og MSN virkaði ekki - hvernig lifði maður af!!???
Ég bara spyr...
Þar til næst...
B
Athugasemdir
Snilldin ein að ráða stúlku til að þrífa húsið þitt á meðan þú varst í síðasta prófinu! Afhverju fattaði ég þetta ekki?! Íbúðin mín er í rúst og ég á eftir að kaupa allar jólagjafir. En ég knúsaði þó börnin:D. Flott hjá þér kv. Ester
Ester Júlía, 19.12.2006 kl. 10:43
Hvar fær maður svona stúlku til að þrífa hjá sér. Ekki veitti mér af, ég er ekki að hafa tíma fyrir neitt. Jú ég knúsa börnin
BirnaM (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 12:03
kvitt og gleðileg jól
Ólafur fannberg, 19.12.2006 kl. 17:14
Til lukku með einkunnirnar sem eru nú þegar komnar - tær snilld. Má til með að setja hér einn sem mér finnst alveg yndislegur.
A Kindergarten teacher was observing her classroom of children while they were drawing. She would occasionally walk around to see each child's work. As she got to one little girl who was working diligently, she asked what the drawing was.** The girl replied, "I'm drawing God."** The teacher paused and said, "But no one knows what God looks like." Without missing a beat, or looking up from her drawing, the girl replied, "They will in a minute."*
Mamma
Mamma (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 09:50
Er ekki bara málið að anda rólega þar til í janúar? Einkunnir berast yfirleitt svo seint :) En annars gleiðleg jól og gaman gaman hjá þér og þínum!
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 21.12.2006 kl. 10:59
Megir þú og fjölskylda þín eiga gleðileg jól. Suðrænar jólakveðjur, Gerður og dýrin (PS hér er skítakuldi, get varla pikkað).
gerður rósa gunnarsdóttir, 24.12.2006 kl. 08:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.