Meinilla við flugelda

Mikið er gott að ekki fór verr í þessu tilfelli! 

Já, mér er ferlega illa við flugelda.
Þegar klukkan nálgast miðnætti á gamlárskvöldi fæ ég smá kvíðahnút í magann og eyði svo næstu mínútum í að fylgjast með og passa uppá börnin mín og næ lítið að njóta ljósadýrðarinnar.

Karlarnir í fjölskyldunni höfðu keypt 2 stórar tertur og 2 eitthvað minni. Þessar 2 minni fóru báðar á hliðina, sú fyrri strax við fyrsta skot. Svo skutust skotin í allar áttir, eftir jörðinni, því hún hoppaði til í hvert skipti sem skaust úr henni. Hin litla tertan (eiginlega smákaka) fór á hliðina í miðjum klíðum og hagaði sér síðan eins.

Sem betur fór vorum við í góðri fjarlægð og gátum því auðveldlega forðað okkur en mikið ferlega var ég pirruð yfir því að hvað þetta var mikið drasl. Hefði svo auðveldlega getað valdið slysi.
Er eiginlega sammála þeim sem sagði að það væri frekar skondið að Björgunarsveitirnar hefðu sem sína helstu fjármögnunarleið eitthvað sem getur verið stórhættulegt fólki.

Þar til næst...

B


mbl.is Vissu ekki um kraftinn fyrr en sprengingin varð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru ekki bara Björgunarsveitirnar sem eru að selja flugelda og svo þarf að umgangast þessa flugelda og þá sérstaklega þessar stóru tertur af mikilli varúð og það er mikið atriði að þessu sé stillt upp af viti áður en er kveikt í. Ég hef sjálfur kveit í yfir 100 svona tertum af öllum stærðum og gerðum (sem björgunarsveitirnar selja) og engin hefur farið á hliðina.

siggi (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 11:49

2 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt

Ólafur fannberg, 3.1.2007 kl. 12:27

3 identicon

 HAHAHA SMÁKAKA  - góður!!

Marta (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband