Bloggfærslur mánaðarins, maí 2006

Einkunnir

Ég er í fagi sem hefur aldrei heillað mig - félagsfræði.

Ég hef alltaf upplifað það með félagsfræðina að mér finnst ég skilja hana rosalega vel en svo sýna einkunnirnar eitthvað allt annað. Ég ákvað því að ég kynni bara ekki þessa "félagsfræðilegu hugsun". Kynni ekki að setja á mig félagsfræðigleraugun og skoða heiminn með þeim.
Reyndar er félagsfræðin sem ég er í núna bara nokkuð skemmtileg, margir punktar sem ég hef virkilega pælt í og fundist áhugaverðir en það er ekkert nýtt, finnst það oftast með félagsfræðina.
Ástæðan fyrir því að hún hefur ekki heillað mig er sú að ég hef ALDREI fengið góðar einkunnir í félagsfræði. Mætti segja að þetta væri lærð skoðun - lélegar einkunnir í langan tíma hafa kennt mér að mér þykir félagsfræði ekki skemmtileg ;).
Svo er ég að lenda í því núna að ég er að fá GÓÐAR einkunnir í félagsfræði og ég á þær EKKI skilið.
Ég er búin að skila 2 verkefnum þessa önnina og búin að fá 9 fyrir þau bæði. Að mínu mati voru þetta verkefni upp á mesta lagi 7.
Í því fyrra ákvað ég að vísa bara nógu andsk... mikið í heimildir og er með 7 heimildir í tveggja síðna verkefni. Innihaldið var ekki djúpt....
Seinna verkefnið hafði ég engan tíma til að gera, það kom á tíma þar sem önnur fög áttu hug minn allan og ég rumpaði því af á nó tæm og skilaði. Innihaldið var eiginlega ekki það sem beðið var um í verkefnalýsingunni....

Ég veit eiginlega ekki hvort mér þykir verra - að fá lélegar einkunnir þegar ég býst við góðum eða fá góðar einkunnir þegar ég á þær ekki skilið....? Og nóta bene - verkefnin voru EKKI upp á 9.

Einhver félagsfræðigleraugu hlýt ég samt að hafa fundið og nú er bara um að gera að týna þeim ekki áður en ég fer í prófið...

Þar til næst...

B


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband