Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Mín kenning

Oprah hefur verið orðuð við forsetastólinn, það hafa m.a.s. verið gerðar kannanir sem sýna að ansi margir myndu kjósa hana ef hún byði sig fram.

Þegar ég heyrði að hún styddi Obama fór ég að hugsa hvers vegna hún styddi ekki frekar Hillary, þar sem Oprah hefur rætt mikið um réttindi kvenna.

Þá hvarflaði að mér að það væri ansi stórt stökk fyrir t.d. hvítan mið- eða suðurríkjamann að kjósa svarta konu sem forseta ef Oprah byði sig fram.
Ég held að það sé styttra stökk frá svörtum karlmanni í svarta konu en frá hvítri konu í svarta konu. Þannig að ef Obama ynni kosningarnar í ár væri hann búinn að undirbúa jarðveginn fyrir Opruh fyrir næstu eða þarnæstu kosningar.
Ef Oprah hefur yfir höfuð áhuga á forsetastólnum þá gæti þetta verið útpælt skref í þá átt.

Svo getur lika bara verið að ég sé með alltof auðugt ímyndunarafl og alltof mikinn tíma Wink.

Þar til næst...

B


mbl.is Oprah slæst í för með Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel steikt


Þú ert vel steikt dramadrottning.


Ef dramadrottningar væru hamborgarar sem fengjust "rare", "medium rare", "medium" og "well done" værir þú "well done". Jafnvel svo vel steikt að erfitt væri að sjá muninn á þér og skósóla. En velsteikta dramadrottningin kærir sig ekki um óvæntar uppákomur eins og matareitrun. Hún vill að hlutirnir séu fyrirsjáanlegir og skipulagðir. Hún bleytir því einfaldlega upp í þurrum borgaranum með fullt af kokteilsósu.

Miklir leiðtogahæfileikar búa í vel steiktu dramadrottningunni. Hún er mjög yfirveguð og rökföst en einnig þrjósk.

Í raun verður nánast aldrei dramatískra eiginleika vart í fari vel steiktu dramadrottningarinnar. Ætli þeir hafi ekki drepist við steikingu. Það er þó tvennt sem getur komið hinni vel steiktu úr jafnvægi. Annars vegar hrár fiskur. Hins vegar þátturinn Frægir í form. Hún er enn að leita að fræga fólkinu í þættinum.

Hversu mikil dramadrottning ert þú? hummm, B

Allt er nú til

Meina, hverjum dettur svona lagað í hug???

Á hvolfi

Maður er alveg til í smá tilbreytingu af og til en er þetta ekki too much?

Það verður alla vega ekki svona á mínu heimili Tounge

Þar til næst...

B


Lífsreynsla

Ég lenti í lífsreynslu í gær.

Forsagan er sú að ég fór með Unglinginn og vinkonuna í Mollið. Þar sem mig vantaði ekki neitt í Mollinu og mig langaði að gefa þeim frið til að Unglingast þá ákvað ég að sitja á Stjörnutorginu (Food Court hérna í USAnu) og læra.

Sat þarna með bókina mína á 4ra manna borði, með stílabók og blýant, kók í flösku og las og skrifaði.

Mikil læti í kringum mig, fullt af unglingum og fullt af fólki en ég náði fínni einbeitingu og lærði og lærði.

Svo fór að fækka í salnum og næðið varð ennþá betra, autt á öllum borðum í kringum mig.

Sem ég sit þarna og les gengur að borðinu mínu maður. Hann er með stóran bakpoka, í þykkum jakka og með húfu dregna ofaní augu.

Hann dregur fram stólinn skáhalt á móti mér, tekur af sér bakpokann, leggur hann á gólfið og sest! Skáhalt á móti mér! Á MÍNU borði!

Ég lít í kringum mig, jú, það eru öll borðin mín megin í salnum laus! Hvað gengur manninum til!?

Hann fer úr jakkanum.
Teygir sig í bakpokann (nú kemur hann með byssuna! eða hnífinn! beinir henni að mér og segir "if you come quietly you wont get hurt" eða "give me your wallet and cell phone") og dregur uppúr henni

bók

einhverja skólabók, stendur eitthvað -ology framan á henni.

Svo spyr hann "am I disturbing you?"

og ég er svo vel upp alin að ég get ekki sagt manninum að ég sé skíthrædd við hann og vilji helst bara að hann hunskist í burtu og segi bara "no".

Hann kemur sér vel fyrir og byrjar að lesa.

Ég gjói augunum á hann öðru hvoru en hann er bara að lesa og ég róast aðeins, passa mig samt að fylgjast með honum útundan mér, bara svona til öryggis, þetta er jú ekki alveg normið að setjast á borð hjá einhverjum ókunnugum og fara bara að lesa.

Ég hnerra.

Hann segir "bless you ma'am".

Svona hálftíma seinna lokar hann bókinni, stingur henni ofan í bakpokann sinn, fer í jakkann, stendur upp og segir "have a good evening ma'am".

Ég segi "you too, thank you".

Og hann fer.

Þar til næst...

B


Skítakuldi

Varð svooo kalt við að horfa á Unglinginn minn fara út í þunnum jakka og stuttermabol. Reyndi margt og mikið til að fá hana til að taka með sér trefil, sjal eða fara í þykkari jakka, flíspeysu eða bara eitthvað en það gekk ekki neitt.
(Hitinn er nefnilega bara 4 gráður og "feels like 2°")

Man reyndar alveg eftir þessu sjálf, einn veturinn gekk ég berfætt í lakkskóm upp á hvern dag, sama hvernig viðraði ég skyldi sko ekki fara í sokka!

Hvernig stendur eiginlega á því að unglingum finnst töff að vera illa klæddir? frjósa
Er töff að vera með sultardropann hangandi í nösinni, varirnar bláar og hendurnar kræklóttar af kulda?
Felst töffið í að vera óskynsamur?
Eða felst töffið kannski í því að gera EKKI eins og foreldrarnir biðja um?

Ætti maður kannski að prófa að biðja hana um að klæða sig minna? Banna henni að nota húfur, vettlinga, trefla, úlpur og allt annað sem gæti mögulega haldið á henni hita?

Það er svo skondið að þó ég muni alveg eftir því að hafa fundist halló að vera í sokkum eða með húfu þá get ég ekki fyrir mitt litla líf munað af hverju það var halló - af hverju það var ekki bara töff að vera vel klæddur og hlýtt?

Þar til næst..

B


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband