Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Huginn og Muninn

Hvernig beygjast nöfnin Huginn og Muninn?

Þar til næst...

B


María mey og Matthías

Spons: Við vorum að teikna mynd í skólanum - af Maríu mey og Matthíasi.

Mamma: Matthíasi?

Spons: Æji, nei, honum þarna.... Jóa Fel

Mamma: Ertu að meina Jósep?

Spons: Já, eða hann.

Þar til næst...

B


Heimanám

Er að lesa með sponsinu fyrir próf í landafræði 5. bekkjar.

Ég man hvað mér þótti þetta alltaf leiðinlegt fag, endalausar upptalningar á óþarfa staðreyndum sem ég gleymdi helst um leið og ég gekk útúr prófinu.

Skoðun mín á efninu hefur ekkert breyst. Ég sé ekki nokkurn tilgang með þessu námi hjá 10 ára börnum sem hafa fátt til að tengja við alla þessa staði, fjöll, ár, firði, dali, atvinnuvegi og svo framvegis...

Dæmi um spurningar í yfirferð okkar:

Hvað eru margir kaupstaðir og kauptún á Vesturlandi?
Hver er stærsti kaupstaður Vesturlands?
Hverjir eru helstu atvinnuvegir Vesturlands?
Hvaða gígur er í grennd við Bifröst?
Nefndu tvo dali sem ganga inn af Hvammsfirði og á sem rennur um annan þeirra.
Hvaða 7 þorp eru á Snæfellsnesi?

Þetta eru dæmi af einni blaðsíðu!
Til prófs eru 20.

Besta við þetta er að hún er að taka prófið í annað sinn, útkoman úr fyrra prófinu var víst svo hörmuleg hjá bekknum að það er ekki hægt að láta hana standa, sem segir manni sitthvað um ástandið Pinch.

Piff, held þeir ættu betur að eyða verðmætum tíma í eitthvað annað.

Þar til næst...

B


Bókatíðindi óskast!

Hvar eru eiginlega Bókatíðindin? Ég er búin að bíða við póstkassann í örugglega viku en ekkert bólar á þeim.

Ég get nefnilega ekki byrjað að undirbúa jólin fyrr en Bókatíðindin eru komin.
Þegar ég hef setið í um klukkutíma og blaðað fram og til baka, merkt við álitlegar bækur - fyrir mig og aðra fjölskyldumeðlimi, þá fyrst er ég tilbúin í að hefja jólaundirbúning.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband