Færsluflokkur: Bloggar

Ég hefði nú alveg getað sagt þeim þetta...

Trúi því stundum varla að börnin mín séu skyld. Þau eru ekkert smá ólík.
Hann einmitt með ábyrgðina á hreinu - stundum einum of ábyrgðarfullur - og hún til í allt. Hún er einmitt mjög dugleg að sækja þá athygli sem henni ber - og stundum meira til Koss.
Þetta passar alla vega allt upp á 10, þeir hefðu alveg getað sparað sér vinnuna og aurinn sem fór í þessa rannsókn og talað við mig.

Þar til næst...

B


mbl.is Yngri systkin eru fjörugri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bölvuð?

Ég hlýt að vera undir einhvers konar bölvun!
Ég er búin að missa af báðum brúðkaupunum sem mér var boðið í í sumar -  og bæði voru brúðkaup sem mig virkilega langaði að vera viðstödd.
Náði reyndar athöfninni í gær, en náði ekki veislunni þar sem klóið mitt þurfti áríðandi á faðmlagi að halda. Mikið er ég samt fegin að ég náði að komast í athöfnina
Ég er farin að hallast að því að forlögin hafi komið í veg fyrir að ég færi í brúðkaup í sumar - líklega vegna þess að ég hefði eyðilagt fyrir einhverjum ef ég hefði verið á svæðinu. Kannski skálað af of mikilli innlifun og orðið mér og brúðhjónum til skammar, eða dottið á brúðartertuna, eða spurt systur brúðgumans hvort hún væri mamma hans, eða spurt brúðurina hvað hún væri komin langt á leið - eða eitthvað í þessum dúr Koss.

En athöfnin var einu orði sagt yndisleg!  Mikið ofsalega var hún falleg, ég fæ ennþá tár í augun þegar ég hugsa um hana. Ég held ég hafi bara aldrei séð fallegri brúður og klökkari brúðguma Glottandi. Ræðan létt og skemmtileg en samt ofsalega falleg, söngurinn alveg meiriháttar og bara yndislegt allt. 

Ég ætla hér með að fara fram á myndasýningar! Eina í Mávahlíð og eina í Þingásnum - sem allra, allra fyrst!

Bettý og Sjonni - innilega til hamingju með gærdaginn og hvort annað. Megið þið alltaf vera jafn hamingjusöm og yndisleg.


c_documents_and_settings_administrator_my_documents_my_pictures_myndirnar_minar_blomvondur_48741.jpg

Dæmir með hjálp ósýnilegra dverga - allt er nú til!

Maður getur alveg séð fyrir sér málaferlin sem verða vegna þessa.
Dæmdir morðingjar og nauðgarar fá dómnum hnekkt því dómarinn var kúkú...

Annars þykir mér þetta alveg óborganlega fyndið - alveg hillarious!
Væri sko alveg til í að hitta þennan og dvergana líka!

Þar til næst...

B


mbl.is Dómara vikið úr starfi vegna samskipta við ósýnilega dverga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarfnast þeir frekari sönnunar???

Global warming

Eða hvað?


Meira af Magna

Mér þóttu grunsemdir mínar hér að neðan vera staðfestar í gærkvöldi.
Þegar Magni söng botn3 lagið sitt Creep.
Sérstaklega þegar hann söng (með sérstakri innlifun) "what the hell am I doing here? I don't belong here".
Augnaráðið þrungið merkingu.
Og viðbrögð hans þegar hann var ekki sendur heim (as if!) túlkaði ég sem hálfgerð vonbrigði.
Það er svoldið halló hvað Supernova gaurarnir stjórna algjörlega hverjir eru á botninum í hverri viku. Þeir gefa aldrei upp stigafjöldann á bakvið sætin svo þeir gætu í raun alveg raðað þessu eins og þeir vilja án þess að kjósendur fái nokkru um ráðið.

Þar til næst...

B


Er hamingja kvenna mæld í kílóafjölda?

Ég veit allt um hvað offita og hreyfingarleysi getur haft slæm áhrif og hreinlega verið hættuleg enda er ég frekar að tala um "mjúku" konuna. Svona Monroe týpur - sem þóttu einu sinni megabeib. Ef maður les blöðin og fylgist með auglýsingum í hinum ýmsu miðlum þá er ekki annað að sjá en að kona geti ekki verið hamingjusöm nema hún sé í (eða helst undir) kjörþyngd. 
Hver ákvað að kona þyrfti helst að vera eins og tíu ára strákur í laginu til þess að vera "flott"?
Hverjum finnst það "flott"???
Frekar perralegt ef maður hugsar útí það.
En aftur að upphaflegu pælingunni.

Getur kona sem er yfir kjörþyngd verið virkilega trúlí hamingjusöm? Er hún kannski alltaf með þessi "auka"kíló í kollinum - hvað sem hún tekur sér fyrir hendur?
Þegar hún verslar í matinn.
Þegar hún kaupir sér föt.
Þegar hún fer í saumaklúbbinn.
Þegar hún fer í sund.
Þá er ég ekki að meina að hún sé heltekin af þessu, heldur meira að þetta sé alltaf þarna "in the back of her mind" - svona eins og karlmenn hugsa um kynlíf 10 sinnum á sek.

Svona eins og með hár. Fyrir 50 árum síðan þótti allt í góðu að konur hefðu smá lubba á fótunum eða undir höndunum.
Í dag eru konur "ógeðslegar" með þessi sömu hár. Eiga helst ekki að hafa hár á lærum, handleggjum, andliti eða annars staðar á líkamanum - erum við ekki komin aftur að 10 ára stráknum? Hummmm?

Hvar endar þetta eiginlega? Ég bara spyr?!

Þar til næst...

B (loðin, mjúk týpa á leiðinni í vax og megrun).



Hroðalegar auglýsingar

Hvað er þetta með KFC auglýsingarnar á Skjánum (og kannski fleiri stöðvum)???
Held ég hafi sjaldan eða aldrei séð auglýsingar sem fá mig til að langa ALDREI inn á staðinn sem verið er að auglýsa.
Virkilega illa leiknar (no offence leikarar), þvingaðar og uppstilltar eitthvað og bara generallý mjög óaðlaðandi. Ætla sko EKKI á KFC fyrr en þeir koma með almennilegar auglýsingar - svona auglýsingar sem freista! Og hana nú!

Fyndið, komst að því við skrifin hér að ofan að ég horfi bara á Skjá 1 þessa dagana - og bara á einn þátt!  Og gettu nú Glottandi!
Jújú, Rockstar Supernova.
Ferlega fyndið hvað maður uppveðrast af öllu sem einhver af hinum 300 þúsund Íslendingunum er að gera.
En Magni Okkar stendur sig bara snilldarvel og ég segi bara Gó Magni!

Mikið hlakka ég samt til þegar haustar og maður getur kveikt á TVinu og séð eitthvað skemmtilegt, spennandi eða bara hreinlega áhugavert.

Þar til næst...

B


Ekki bakka!!!

Vissir þú það að ef tveir bílar eru að bakka og annar bakkar á hinn þá eru báðir bílarnir í órétti?!

Gerðum góðverk í síðustu viku. Góðverkið krafðist þess að við bökkuðum inni á planinu fyrir framan Bónus.
Annar bíll bakkar útúr stæði sínu og húrrar beint í hliðina á okkur.
Hefðum ekki geta gert neitt til að koma í veg fyrir árekstur - nema kannski fara beint upp eða notað sameindasundurjöfnunartruflarann okkar og látið hann fara gegnum okkur.
Tryggingafélagið segir 50/50 af því báðir voru að bakka! Ef við hefðum verið að keyra áfram hefðum við verið í rétti.
Meikar þetta sens?
Mér finnst ekki! Frekar pirruð á þessu eiginlega.
Og því ætlum við að láta þá rökstyðja þetta aðeins betur og senda þetta fyrir tjónanefnd. Vona að þeir sjái hvað þetta er mikið bull.

Moral of the story... Ekki bakka! Alla vega ef þú kemst hjá því. Ef þú ert á bílaplani og leitar stæðis, keyrir óvart aðeins framhjá draumastæðinu, ekki bakka til að ná því! Farðu frekar hring inn á planið aftur og taktu sénsinn á að draumastæðið sé þar enn!
Var að hugsa um að bæta við moralinn að maður eigi ekki að gera góðverk en þetta góðverk hlýtur að hafa bætt plús í cosmic karmað okkar.

Þar til næst...

B


Lífið...

Mikið er lífið óútreiknanlegt.
Átti ekki von á að hitta Evuna mína fyrr en í lok september en viti menn hún er á landinu. Mikið er ofsalega gott að sjá hana og fá að faðma hana smá, verst hvað ástæða "heim"komunnar er erfið. Er með hugann hjá þér vinkona.

B


Vírusar og vírusvarnir

Rosalega er pirrandi að það skuli vera til fólk sem af einskærum kvikindisskap og illmennsku liggur yfir því vikum saman að búa til vírusa sem geta eyðilagt og skemmt. Vírusar sem eyða öllum gögnum úr tölvum ókunnugs fólks. Jafnvel fjölskylduljósmyndum síðustu 10 ára eða svo!
Ótrúlegt!
Ein tölvan okkar er eitthvað leiðinlegt og vírusvörnin fann heilan helling af tracking cookies - einhver að fylgjast með umferð okkar á netinu og einhverju öðru sem ég kann ekki að nefna en gerir svipað gagn - hverjum þetta gerir gagn hef ég svo ekki hugmynd um... Það er svosem ekert hættulegt en enginn fannst þó vírusinn sem þýðir ekki að hann sé ekki þarna, bara að hann geti verið svona rosalega vel falinn.
Sem þýðir að tölvan þarf að fara í viðgerð!
Sem þýðir fjárútlát upp á einhverja þúsund kalla.
Vona að einhver þarna útí heimi sé ánægður!

Af öðrum vírusum...
Sonur minn var eitthvað undir veðrinu (under the weather) um daginn og ég sagði honum að hann væri líklega með einhvern vírus. Hann var svarar að bragði: "Getum við ekki bara fengið á mig vírusvörn?"
Ef það væri nú svo gott Koss.

Þar til næst...

B


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband