Hroðalegar auglýsingar

Hvað er þetta með KFC auglýsingarnar á Skjánum (og kannski fleiri stöðvum)???
Held ég hafi sjaldan eða aldrei séð auglýsingar sem fá mig til að langa ALDREI inn á staðinn sem verið er að auglýsa.
Virkilega illa leiknar (no offence leikarar), þvingaðar og uppstilltar eitthvað og bara generallý mjög óaðlaðandi. Ætla sko EKKI á KFC fyrr en þeir koma með almennilegar auglýsingar - svona auglýsingar sem freista! Og hana nú!

Fyndið, komst að því við skrifin hér að ofan að ég horfi bara á Skjá 1 þessa dagana - og bara á einn þátt!  Og gettu nú Glottandi!
Jújú, Rockstar Supernova.
Ferlega fyndið hvað maður uppveðrast af öllu sem einhver af hinum 300 þúsund Íslendingunum er að gera.
En Magni Okkar stendur sig bara snilldarvel og ég segi bara Gó Magni!

Mikið hlakka ég samt til þegar haustar og maður getur kveikt á TVinu og séð eitthvað skemmtilegt, spennandi eða bara hreinlega áhugavert.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Eina sem bóndinn sagði þegar hann sá auglýsinguna: Fjölskyldan er sammála um KFC: Þetta er sko ekki fjölskylda. Já sammála þér, mér finnast þær frekar ólystugar.

Birna M, 11.8.2006 kl. 21:23

2 identicon

Ég er ekki svo viss um að þessar KFC auglýsingar séu leiknar.Ég tel frekar að þetta sé eitthvað lið út á götu sem að hefur fengið fría máltíð fyrir að segja fyrir framan myndavél,hvað þeim finnst best á matseðli KFC. Hitt er annað að ég er sammála þér að þessar auglýsingar eru fremur misheppnaðar.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 12.8.2006 kl. 01:46

3 Smámynd: Birgitta

Þessi á mótorhjólinu er alla vega alveg agalega uppstilltur - hvort sem hann er leikari eða ekki. Ég get svo vel ímyndað mér að þetta sé ekki fyrsta taka heldur "taka 7" eða "taka 72" :p - tekur niður hjálminn og segir eitthvað sem ég get ekki munað og er til þess fallið að freista mín.

B

Birgitta, 12.8.2006 kl. 14:45

4 identicon

Ég var einmitt að pæla hvort að þeir hefðu viljandi látið fólkið vera svona stíft til að vekja athygli. Jú þetta eru leikarar - ekki alvöru!

Jóhanna (IP-tala skráð) 12.8.2006 kl. 14:55

5 Smámynd: Fararstjórinn

Ég er algjörlega sammála með auglýsingarmar, þær eru fráhrindandi og asnalegar. Maður hefði nú haldið að fyrirtækinu veitti ekki af að bæta ímynd sína frekar en hitt, þar sem hefur verið talað mikið um hve illa þeir fara með kjúklingana, t.d. í BNA og örugglega í fleiri löndum!

Fararstjórinn, 12.8.2006 kl. 16:53

6 Smámynd: Birgitta

Held það sé bara best að boycotta þá - annað hvort þangað til þeir fara betur með dýrin eða hætta að auglýsa svona asnalega ;).

B

Birgitta, 12.8.2006 kl. 22:34

7 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

ekki vera að þessu rugli.. KFC er fucking awesome þótt að auglýsingarnar þeirra sökki :D

Ólafur N. Sigurðsson, 13.8.2006 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband