Færsluflokkur: Sjónvarp

Sannleiksstundin! - eða Margur verður af aurum api

Núna held ég að botninum í raunveruleikasjónvarpi sé náð.

Á miðvikudagskvöldum hérna í USA-nu er sýndur "spurningaþáttur" sem nefnist The Moment of Truth. Þátturinn gengur í stuttu máli út á það að "þáttakandi" er spurður spurninga, hver annarri þyngri, hver ígildi peningaupphæðar sem hækkar auðvitað eftir því sem spurningarnar "þyngjast".
Í kynningu á þættinum segir að þetta sé eini spurningaþátturinn þar sem keppendur vita spurningarnar og svörin áður en þeir setjast "in the hot seat".

Þátturinn gengur nefnilega út á það að "keppandinn" er spurður fullt af spurningum fyrir þáttinn. Persónulegum spurningum um hann og fjölskyldu hans. Hann er tengdur lygamæli sem metur hvort svörin hans eru sönn eður ei.
Svo mætir hann í sjónvarpssal og með maki, foreldri og vinur/vinir og þarf að svara þessum sömu spurningum fyrir framan "alþjóð". Hann svara með jái eða neii og rödd í hátalara segir "That answer is ........ (trommusláttur og spennuþrungin bið) True (eða False)"

Eins og þið getið ímyndað ykkur er ekki verið að spyrja hvort hann borði alltaf grænmetið sitt eða bori í nebbann þegar enginn sér til - nei, spurningarnar eru mun persónulegri og stundum bara hreinlega vondar.
Dæmi um spurningar eru:
Hefurðu stolið frá vinnuveitanda þínum?
Heldurðu að þú sér fallegastur af vinum þínum?
Langar þig að "skemmta þér" með einhverjum vinnufélaga?
Hefurðu þegið borgun fyrir "skemmtun"?
Hefurðu skemmt þér með vinkonu/systur/mömmu konunnar þinnar?
Langar þig að skemmta þér með vinkonu/systur/mömmu konunnar þinnar?
Finnst þér xxxx vinur þinn vera ljótur?
Og fleira (og verra) sem ég vil ekki setja hérna inn.

Stundum gengur þetta svo langt að m.a.s. stjórnandanum Mark Walberg (sá sem stjórnaði Temptation Island) blöskrar og ítrekar að fólk geti hætt hvenær sem er og tekið aurinn sem það er þegar komið með. Hvetur fólk til að vega og meta hvort grátur eiginkonunnar (á sviðinu með honum) sé meira virði en peningarnir sem eru í boði.

Það versta við þetta allt er samt hversu margir eru tilbúnir til að láta allt flakka, sama hvern þeir særa og hvað þeir viðurkenna upp á sig margan ósómann, bara fyrir aurinn.

Og ég vil að það komi fram að þessi vitneskja mín er ekki af því að ég sit límd yfir hverjum þætti Wink heldur er hann auglýstur grimmt alla daga. Ég reyndi að horfa á einn þátt en það er hreinlega bara sárt að fylgjast með þessu og ég gafst upp þegar viðkomandi var spurð hvort henni þætti tengdamamma sín viðbjóðsleg af því hún var svo feit.

Ég er svolítið spennt að vita hvort þessi þáttur verði langlífur.

Þar til næst...

B
ps. (sumt í færslunni er barna-ritskoðað af augljósum ástæðum)


Hver mun vinna RockStar? Ótrúlega flott komment um Magna

Fann þessa grein á Rockband og þar sem kommentin í henni eru svo assgoti skemmtileg ákvað ég að pósta hluta úr henni hérna svo fleiri gætu notið.

"The Immigrant Song", from Led Zepplin III ran through my mind as I reviewed past performances of Magni. Magni comes from Iceland, and the lyrics, "We come from the land of the ice and snow, From the midnight sun where the hot springs blow", are a fitting theme for this man. (I love the song anyway.)

Nicknamed The Iceman, Magni has remained cool under pressure, composed in his dealings with everyone on the show. But beneath the cool exterior flows a river of molten fire. Magni began his journey on Rock Star tentatively, with his first night debut performance of the Rolling Stones, "Satisfaction". Since then, he has solidly and consistently upped the ante. Magni delivers charismatic, incredible vocals, full and powerful. He retains tonality no matter the force of the vocals, never breaking note or screaming the lyrics. He can deliver softness one moment, the next infuse his delivery with intensity and emotion that permeate the studio rafters.

Magni is a performer in the style of Bono of U2, and Robert Plant of Led Zeppelin. He's been criticized for his stage presence. He eschews trite glam rock antics, instead he prowls the stage, fluid personification of a powerful cat. He draws on the strength of his magnificent vocal prowess to engulf the audience. Magni has stood true to himself and what he's about as an artist and musician through criticisms of his performances. He exudes an aura of knowing exactly who he is. He's not threatened by critiques into being anyone's puppet or dancing to anyone's organ grinder's box.

His amazing vocal abilities are highlighted in his performance of "I Alone", a song by Live. Magni's vocals swamped Ed Kowalczyk's, dampening the original song. Magni gives the song increased value and depth, reverberating with more emotion, making it fuller. His confidence was not destroyed when he landed in the bottom three during weeks 7 and 8; he had quite the opposite response. Week 7 he gave a mesmerizing performance of "Creep" that took my breath away, Week 8, during the elimination performance, he came out fighting, guitar in hand and sparks flying during his performance of Jimi Hendrix's, "Fire". A killer performance, he effortlessly melded with the House band and created a massive on-line buzz.

In Magni there simmers greatness, and thanks to Mark Burnett, we've been introduced to a real rock star with talent assimilating to the level of a man I've admired since the '80's from Ireland. Bono came on the music scene with a little band called U2 and has made history with his sound. Rock Star: Supernova has been an excellent venue to serve as an introduction to the incredible talent of Magni.

Algjör snilld Brosandi...

B


Prófa að kjósa á rockstar.msn.com í fyrramálið

Hérna er þetta Ástralíudæmi sem ég var að reyna að útskýra, útskýrt betur - tekið af spjallþráðunum á www.rockband.com

 

 In Australia, we (those who have cable) see RS three nights a week - Tuesday (Reality), Wednesday (Performance)& Thursday (Elimination) all starting at 8:30pm.  Even though we're ahead in time differences here in Aus. we watch the show 10 hours after it airs in the US. Voting opens here at 9:20pm Wednesday night and apparently we can vote for 4 hours (though I've never tried the limits, it may infact just be 2.5hrs). I think Cheap Wine was alluding to the fact that we can also 'cheat' voting, by voting when it's open for different time zones, as has been mentioned here a couple of times.  On a side note, I think the (delayed) Australian vote is what had saved Toby from the initial B3 to the final B3 for the last couple of weeks until now. 

Samkvæmt þessu GETUM við kosið hérna þegar klukkan er 21:20 annað kvöld á áströlskum tíma - og reikniði svo :).

B


Magni Okkar

Ég hef, eins og svo margir aðrir, fylgst með Magna Okkar í Rockstar Supernova undanfarnar vikur.
Finnst hann standa sig frábærlega!
Og ef maður á að trúa spjallþráðum á vefnum þá gæti hann bara alveg haft það sem þarf til að vinna þessa keppni. Nema helst til sviðsframkomu (ekki nógu mikið sjó) og klæðaburð (vona að hann fari nú ekki að apa eftir Zayru).
Samt, þegar ég horfi á raunveruleikaþættina þá finnst mér hann stundum ekki vera alveg 100% í þessu. Gæti verið - bara svona pæling sko - að Magni vilji ekkert endilega vinna þessa keppni? Ég get alveg séð fyrir mér að hann hafi tekið þátt í prufunum bara svona upp á fönnið og jafnvel ekkert spáð í framhaldinu. Jafnvel ekkert átt von á því að vera kominn hálfa leið yfir heiminn nokkrum vikum seinna. Hvað þá að þurfa að setja það á Planið að flytjast út í geðveikina í Hollívúdd.
Það er nefnilega svoldið annað að vera heimsfrægur á Íslandi eða vera Heimsfrægur Koss.
Hvað sem þessum pælingum líður þá er mjög gaman að fylgjast með honum - ég er t.d. ein sem vissi varla hver hann var áður en hann fór út - og ég vona að hann komist eins langt og hann sjálfur óskar.

Þar til næst...

B


Hroðalegar auglýsingar

Hvað er þetta með KFC auglýsingarnar á Skjánum (og kannski fleiri stöðvum)???
Held ég hafi sjaldan eða aldrei séð auglýsingar sem fá mig til að langa ALDREI inn á staðinn sem verið er að auglýsa.
Virkilega illa leiknar (no offence leikarar), þvingaðar og uppstilltar eitthvað og bara generallý mjög óaðlaðandi. Ætla sko EKKI á KFC fyrr en þeir koma með almennilegar auglýsingar - svona auglýsingar sem freista! Og hana nú!

Fyndið, komst að því við skrifin hér að ofan að ég horfi bara á Skjá 1 þessa dagana - og bara á einn þátt!  Og gettu nú Glottandi!
Jújú, Rockstar Supernova.
Ferlega fyndið hvað maður uppveðrast af öllu sem einhver af hinum 300 þúsund Íslendingunum er að gera.
En Magni Okkar stendur sig bara snilldarvel og ég segi bara Gó Magni!

Mikið hlakka ég samt til þegar haustar og maður getur kveikt á TVinu og séð eitthvað skemmtilegt, spennandi eða bara hreinlega áhugavert.

Þar til næst...

B


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband