Magni Okkar

Ég hef, eins og svo margir aðrir, fylgst með Magna Okkar í Rockstar Supernova undanfarnar vikur.
Finnst hann standa sig frábærlega!
Og ef maður á að trúa spjallþráðum á vefnum þá gæti hann bara alveg haft það sem þarf til að vinna þessa keppni. Nema helst til sviðsframkomu (ekki nógu mikið sjó) og klæðaburð (vona að hann fari nú ekki að apa eftir Zayru).
Samt, þegar ég horfi á raunveruleikaþættina þá finnst mér hann stundum ekki vera alveg 100% í þessu. Gæti verið - bara svona pæling sko - að Magni vilji ekkert endilega vinna þessa keppni? Ég get alveg séð fyrir mér að hann hafi tekið þátt í prufunum bara svona upp á fönnið og jafnvel ekkert spáð í framhaldinu. Jafnvel ekkert átt von á því að vera kominn hálfa leið yfir heiminn nokkrum vikum seinna. Hvað þá að þurfa að setja það á Planið að flytjast út í geðveikina í Hollívúdd.
Það er nefnilega svoldið annað að vera heimsfrægur á Íslandi eða vera Heimsfrægur Koss.
Hvað sem þessum pælingum líður þá er mjög gaman að fylgjast með honum - ég er t.d. ein sem vissi varla hver hann var áður en hann fór út - og ég vona að hann komist eins langt og hann sjálfur óskar.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband