Sannleiksstundin! - eða Margur verður af aurum api

Núna held ég að botninum í raunveruleikasjónvarpi sé náð.

Á miðvikudagskvöldum hérna í USA-nu er sýndur "spurningaþáttur" sem nefnist The Moment of Truth. Þátturinn gengur í stuttu máli út á það að "þáttakandi" er spurður spurninga, hver annarri þyngri, hver ígildi peningaupphæðar sem hækkar auðvitað eftir því sem spurningarnar "þyngjast".
Í kynningu á þættinum segir að þetta sé eini spurningaþátturinn þar sem keppendur vita spurningarnar og svörin áður en þeir setjast "in the hot seat".

Þátturinn gengur nefnilega út á það að "keppandinn" er spurður fullt af spurningum fyrir þáttinn. Persónulegum spurningum um hann og fjölskyldu hans. Hann er tengdur lygamæli sem metur hvort svörin hans eru sönn eður ei.
Svo mætir hann í sjónvarpssal og með maki, foreldri og vinur/vinir og þarf að svara þessum sömu spurningum fyrir framan "alþjóð". Hann svara með jái eða neii og rödd í hátalara segir "That answer is ........ (trommusláttur og spennuþrungin bið) True (eða False)"

Eins og þið getið ímyndað ykkur er ekki verið að spyrja hvort hann borði alltaf grænmetið sitt eða bori í nebbann þegar enginn sér til - nei, spurningarnar eru mun persónulegri og stundum bara hreinlega vondar.
Dæmi um spurningar eru:
Hefurðu stolið frá vinnuveitanda þínum?
Heldurðu að þú sér fallegastur af vinum þínum?
Langar þig að "skemmta þér" með einhverjum vinnufélaga?
Hefurðu þegið borgun fyrir "skemmtun"?
Hefurðu skemmt þér með vinkonu/systur/mömmu konunnar þinnar?
Langar þig að skemmta þér með vinkonu/systur/mömmu konunnar þinnar?
Finnst þér xxxx vinur þinn vera ljótur?
Og fleira (og verra) sem ég vil ekki setja hérna inn.

Stundum gengur þetta svo langt að m.a.s. stjórnandanum Mark Walberg (sá sem stjórnaði Temptation Island) blöskrar og ítrekar að fólk geti hætt hvenær sem er og tekið aurinn sem það er þegar komið með. Hvetur fólk til að vega og meta hvort grátur eiginkonunnar (á sviðinu með honum) sé meira virði en peningarnir sem eru í boði.

Það versta við þetta allt er samt hversu margir eru tilbúnir til að láta allt flakka, sama hvern þeir særa og hvað þeir viðurkenna upp á sig margan ósómann, bara fyrir aurinn.

Og ég vil að það komi fram að þessi vitneskja mín er ekki af því að ég sit límd yfir hverjum þætti Wink heldur er hann auglýstur grimmt alla daga. Ég reyndi að horfa á einn þátt en það er hreinlega bara sárt að fylgjast með þessu og ég gafst upp þegar viðkomandi var spurð hvort henni þætti tengdamamma sín viðbjóðsleg af því hún var svo feit.

Ég er svolítið spennt að vita hvort þessi þáttur verði langlífur.

Þar til næst...

B
ps. (sumt í færslunni er barna-ritskoðað af augljósum ástæðum)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband