Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Goggi M í Idolinu

Horfði á úrslitin í American Idol á miðvikudaginn.
Nokkuð ánægð með úrslitin en þetta hérna þótti mér samt hápunktur kvöldsins.
Svei mér ef ég lenti ekki í sama problemi og Paula þarna í miðju lagi.
(smá viðbót - þeir sýna ekki skotið af Paulu sem var sýnt hérna í sjóminu, hún átti semsagt í mesta basli með tárin þessi elska).

Hrikalega flottur texti og hann sjálfur - úffff.

 


Hvað er ár (á milli vina)?

Það er alveg ótrúlegt að um þessar mundir er rétt um ár síðan við Undramundur byrjuðum að flengjast milli heimsálfa að skoða hús.
Man vel eftir fyrstu skiptunum sem við komum hingað, hvað mér þótti undarleg tilhugsun að ætla kannski að búa í einhverjum af þeim húsum sem við vorum að skoða. Hvað það var eiginlega alltaf óraunverulegt og fjarri sjálfri mér að þessi hús gætu verið tilvonandi heimili mín.

Það var eiginlega ekki fyrr en ég var búin að búa hérna úti í nokkrar vikur sem ég áttaði mig á þessu, kannski eftir seinni skólaferðina mín til Íslands þegar ég sá fram á að eiga ekkert eftir að koma heim næstu 2-3 mánuðina.
Þá fékk ég svoldið sjokk.

Og núna erum við búin að vera hérna í 8 mánuði og erum farin að hugsa um hvað við ætlum að taka með okkur heim aftur. Hverju við munum koma fyrir og hvað ekki, hvað tekur 220V straum og hvað ekki, hvort það borgi sig að flytja bílinn heim eða ekki.

Ekki nema 2 mánuðir í heimferð!
Ótrúlegt alveg!

Þar til næst...

B

Ps. Sést ósköp vel á þessu korni mínu hvar "heima" er Whistling


Fréttir af flutningum

Við fengum fréttirnar í gær - Nonimmigrant worker Visa samþykkt fyrir Hellisbúann.
Sem þýðir að við erum að fara á fullt að finna okkur húsnæði í NY fylki, gera húsið okkar hérna söluhæft, pakka niður drasli og dóti, henda drasli og dóti, koma kisu litlu á góðan stað, selja húsgögn og raftæki, kaupa húsgögn og raftæki og endalaust eitthvað meira.

En ekki núna.
Núna er ég lasin.
Hef varla orku til að hugsa um þetta hvað þá meira.
Ætla því bara að skríða aftur í bælið.

Meira seinna...

B


Alvarlegur skortur

á heimilinu... okkur sárvantar hjól.

Eða réttara sagt þá sárvantar frumburðinn hjól. Hjólið hans eyðilagðist um daginn og hann hefur þurft að ganga í skólann undanfarna viku - sem auðvitað gengur bara alls ekki!

Ef einhver á notað hjól að selja okkur, hjól sem passar fyrir 11 ára dreng, þá myndi það auka hamingjustigið á heimilinu margfalt.

Þar til næst...

B


Týnd í óravíddum tímans

Og nei, þetta er ekki innihaldsríkt innlegg um tímaflakk eða neitt í þá veru.

Er búin að ferðast milli heimsálfa síðustu 3 daga og er núna alveg að leka úr þreytu og með rugluna á háu stigi. Þannig að ef þetta innlegg meikar ekki sens er það ekki á mína ábyrgð. (Verð að lauma hérna inn einu gömlu gullkorni frá yngsta afkvæminu... "Mamma, hvernig álfar eru eiginlega heimsálfar?")

Ákvað að "heimsækja" Hellisbúann í hina einu sönnu Nýju Jórvík og sjá hvað hann aðhefst þessa daga sem hann er ekki hérna á skerinu hjá familíunni.
Það gat auðvitað ekki verið einfalt og ég þurfti að breyta ferðaáætluninni á síðustu stundu og fljúga til Boston.
Ég slökkti auðvitað á símanum mínum um leið og ég kom inn í vél, eins og góðum farþega sæmir. Sem væri ekki í frásögur færandi nema ég er nýbúin að skipta um símafyrirtæki og hafði ekki hugmynd um PIN númerið mitt.
Sem væri svosem ekki í frásögur færandi nema af því að ég var með USAnúmer Hellisbúans í símanum mínum, sem og allar upplýsingarnar um hótelið í sms-i.
Þetta uppgötvaði ég mér til mikillar skelfingar þegar ég var að ganga útúr vélinni.
Ég verð að viðurkenna að það þyrmdi yfir mig og ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera.
Fór gegnum security, fann töskuna, kom fram og ... var komin með kökk í hálsinn og alles. Fékk að hringja hjá skólafélaga - sem var svo vinsamleg að vera þarna í fluginu.
Hringdi í símsvara Hellisbúans og fékk uppgefið útlenska númerið.
Var þá reyndar orðin næstum ein þarna í komusalnum.
Þá sá ég Pay Phone...! Sem bjargaði lífi mínu Wink.
Náði í Hellisbúann og var komin útí leigubíl 2 mín seinna á leiðinni á hótelið.
Frekar fyndið svona eftirá en algjör horror meðan á stóð.

Við fórum svo beint á söngleik sem ég get alveg mælt með við þá sem eru í Boston og langar að lyfta sér upp.

Respect

Söngleikurinn er í raun saga bandarískra kvenna sögð gegnum tónlistina - kvennatónlistina þ.e.
Bara gaman.

Tókum svo lest yfir til New York.

Hellisbúinn þurfti auðvitað að vinna meðan á heimsókn minni stóð svo ég þurfti að finna mér eitthvað til dundurs á meðan.
Ekki erfitt fyrir kaupglaðan, íslenskan kvenskörung!

Frábært að hitta hina Hellisbúana, sem fá að eyða meiri tíma með Hellisbúanum mínum en ég.
Frábært að komast aðeins í búðir.
Frábært að fá að kósa sig aðeins með kallinum í friði og ró.
Frábært að koma heim og knúsa afkvæmin.

Og FRÁBÆRT að fá litlu systur heim í dag Grin

Þar til næst...

B

 


Helgareiginmaður

Það kannast allir við helgarpabba?
Ég á svona helgareiginmann.
Hellisbúinn er á landinu aðra hvora helgi, reyndar alveg í 5 daga í senn en svo líður langur tími í næstu heimkomu.
Börnin eiga semsagt helgarpabba og ég helgareiginmann.

Þetta verður samt tímabundið ástand sem varir vonandi ekki í langan tíma.
Ekki það að við spjörum okkur ekki ágætlega en það er nú betra að hafa hann hérna hjá sér Koss.

Frekar fyndið hvernig allir spennast pínu upp og fara í annan gír þegar pabbinn er væntanlegur. Ég búin að versla í dýrindismáltíðar, tilbúin að smella í gómsæta eftirrétti, passa að það sé nóg til af arinkubbum og kertum og börnin spyrja á 10 mín fresti hvað sé langt þangað til pabbi komi (sko í klukkutímum og mínútum).
Ég komst reyndar að því núna þegar ég pikka þetta að ég er ekki búin að skúra allt og skrúbba hátt og lágt en það er bara útaf því að ég er léleg húsmóðir! Hann tekur hvort eð er ekkert eftir því Koss.

Það verður gott að fá hann heim í fyrramálið, verst hvað það er mikið að gera hjá mér næstu daga, mun lítið geta notið þess að hafa hann heima.

Þar til næst...

B - helgarfrú


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband