11.1.2007 | 14:42
Fréttablogg
Veit einhver hvort það er hægt að koma í veg fyrir að bloggið manns birtist á mbl.is ef maður bloggar um frétt?
Semsagt að bloggið komi ekki upp til hægri við fréttina ef fréttin er skoðuð?
Er búin að leita að þessu útum allt en get ekki séð að þetta sé hægt.
Get svosem alveg hætt að blogga fréttir en þar sem ég er aðalfréttaveita sumra langar mig ekkert sértstaklega til þess. Langar heldur ekkert sérstaklega til þess að hafa bloggið mitt inni í fréttunum sem mér þykir ástæða til að kommenta á.
Þar til næst...
B
Athugasemdir
kvittó
Ólafur fannberg, 12.1.2007 kl. 08:06
Auðvitað Guðmundur .
Hélt samt kannski að það væri hægt að afhaka eitthvað í stillingunum.
Þetta er samt fínt leið og kærar þakkir fyrir ábendinguna.
B
Birgitta, 12.1.2007 kl. 11:51
Þetta er því miður eina leiðin.
Birna M, 12.1.2007 kl. 14:10
Hæ elsku Birgitta mín og bestu þakkir fyrir síðast.
Frábær hittingur hjá Guðnýju, set myndir á næstu dögum inn á barnanetið hjá mér. Ég náði aldrei að koma upp eftir til þín, það er svona að vera bíllaus, það er einhvern veginn alveg vonlaust að vera bíllaus á Íslandi. En jæja, vonandi gengur allt vel þín megin og ég hlakka til að hittast næst! Bestu kveðjur, Hilla
Hildur Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.