Pælingar á sunndagskvöldi

Mér verður oft hugsað til þess hvað lífið hlýtur að hafa verið einfalt í gamla daga - þá meina ég meðan við vorum enn inni í torfkofunum.
Þá var hlutverk hvers og eins á hreinu frá fæðingu, hlutverkin kannski misjöfn eftir kyni en einföld og skýr.
Þú ólst upp með alla fjölskylduna kringum þig, margir ættliðir samankomnir í einu húsi og allir komu að uppeldinu. Þú fékkst að heyra sögu fjölskyldunnar og kynntist hvernig lífið var áður fyrr frá ömmu eða afa, jafnvel langömmu og langafa.
Á kvöldin komu allir saman og áttu quality tíma, án þess að hann þyrfti að skipuleggja sérstaklega.
Allir fengu næga hreyfingu og útiveru, enginn húkti inni allan daginn yfir einhverju óhollu sálinni. 

Enginn sagði við þig "þú getur orðið hvað sem þú vilt" og fyllti þig þannig kvíða yfir því að þurfa að komast að því hvað þú vildir verða - af því þú getur orðið læknir er þá nokkuð í lagi að langa að verða gröfukall?
Hugtakið valkvíði var heldur ekki til, í versta falli stóð valið um í hvorn fótinn þú steigst í fyrst - þann hægri eða þann vinstri.

Sameiginleg markmið allra í lífinu voru lífið - að lifa.
Og markmiðin voru allra. Þau stönguðust ekkert á milli persóna. Ábyrgðin var sameiginleg og hún var allra.

Ég er ekki að dásama þetta sem eitthvað draumalíf, því víst var þetta erfitt líf og ekki sjálfgefið en ég held að sálarflækjurnar hafi verið mun færri og auðleystari.
Lífið í heild sinni óflóknara.

Held að fólk hafi glaðst yfir minnu og jafnvel oftar en við gerum í dag.

Einstaklingurinn var varla til, nema sem hluti af heild.
Og heildin var fjölskyldan.
Held að við séum núna á öld einstaklingsins sem verður alltaf meiri og meiri einstaklingur. Það er alltaf lengra og lengra í næsta einstakling, jafnvel þó hann sitji við hliðina á þér.
Get ekki ímyndað mér hvernig þetta mun þróast en held að margir kvillar nútímans skapist af því að einstaklingurinn er svo hrikalega einn.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo satt,  svo satt. Eins og talað úr mínu

marta (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 20:13

2 Smámynd: Agný

Því miður þjóðfélagið hér á landi ekki fjölskylduvænt...eiginlega ekki heldur einstaklingsvænt heldur...nema þeirra sem eiga nóg að bíta og brenna..

Agný, 18.1.2007 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband