Stjörnugjöf..

Hvað er málið með þessa stjörnugjöf við hverja bloggfærslu?
Eitthvað til að bæta enn á samkeppnina hérna á Moggabloggi?

Er ekki nóg að menn (sjaldnast konur) keppist um fjölda heimsókna, athugasemda og bloggvina - á nú að bæta við keppni um flest 5 stjörnu blogg?

Uss fuss, ég vil helst losna við þetta.

Þar til næst...

B - með stjörnustæla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver gefur hverjum stjörnur? Eða gefur hver og einn hverjum og einum stjörnu eða bara sjálfum sér?

Marta (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 19:53

2 Smámynd: Birna M

Veistu, ég held þetta sé bara skraut, þetta er svona líka hjá mér. Ég tók líka eftir að þeir hafa verið að snurfusa bloggið í dag.

Birna M, 18.1.2007 kl. 20:45

3 Smámynd: Ólafur fannberg

stjörnulíf....

Ólafur fannberg, 18.1.2007 kl. 22:35

4 Smámynd: Birgitta

Það geta allir gefið öllum stjörnur, ef ég er t.d. yfir mig ánægð með eigin skrif get ég gefið sjálfri mér 5 stjörnur fyrir...
Finn ekki leið til að taka þetta út.

Birgitta, 19.1.2007 kl. 09:38

5 Smámynd: Birgitta

Humm, einhver hefur bænheyrt mig og tekið stjörnurnar mínar út. Sé þetta samt enn inni hjá öðrum bloggurum. Frábært að einhver hjá Moggabloggi hafi tíma til að "hlusta" á tuðið í einstökum bloggverjum .
B - mere mortal

Birgitta, 19.1.2007 kl. 11:54

6 Smámynd: Birna M

Ég ætla ekki að hafa þetta inni fyrst um sinn, það rugluðust stilingar hjá mér í þessum lagfæringum þeirra en ég held ég sé búin að laga.

Birna M, 19.1.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband