21.1.2007 | 19:31
Bévítans svartsýni
Sáu aldrei til sólar hvað?
Ég gat ekki betur séð en að okkur hefði gengið þokkalega í fyrri hálfleik...
Markvarslan til fyrirmyndar og leikurinn jafn en flottur.
Óþolandi að hlusta á leiklýsandann hjá RÚV, það mætti halda að hann hefði viljandi reynt að drepa fyrir manni stemninguna í leiknum.
Hann var búinn að gefa leikinn þegar við vorum 4 mörkum undir þó heilar 10 mínútur væru eftir og tönnlaðist á því að Úkraína færi áfram í milliriðil.
Geir! Það eru leikir á morgun líka!!!
Frábært að hlusta á Þorgerði Katrínu í HM-stofunni, Geir ætti að taka sér hana til fyrirmyndar. Jákvæð og bjartsýn og bað um að við myndum ekki dæma einstaka leikmenn fyrr en að keppni lokinni og benti á að:
ÞAÐ ER ALLTAF VON!
Þar til næst...
B - vongóð og bjartsýn
Íslendingar sáu aldrei til sólar gegn Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála sammála sammála!!!
Ég verð nú bara að kommenta þó að ég hafi verið hjá þér að horfa á leikinn og verið jafn svekkt á honum Geir eins og þú en mér fannst þetta bara rosalega lélegt hjá honum! Bara svona til að taka það fram þá sendi ég mail á hm2007@ruv.is og þar sem ég tjáði þeim þessa vonsvikni mína með þulinn og bað þá vinsamlegast að koma því til hans ;) OG bað þá líka að segja honum að lesa boðorðin 10 inná www.ibliduogstidu.is og hvet hér með alla til að skrá sig þar sem stuðningsmenn.. enda stiðjum við stákana í blíðu og stríðu.
ÁFRAM ÍSLAND - VINNUM FRAKKANA Á MORGUN
Helena (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 20:36
Sammála þér - Geir er ekki að standa sig. - Áfram ísland
Júlíus Garðar Júlíusson, 22.1.2007 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.