Er að leita að leik...

Þetta er leikur sem við lékum oft í "gamla daga".

Einn er'ann.
Hinir standa efst í tröppum.
Svo er eitthvað með litina - regnbogann eða eitthvað sem ég get ekki munað.
Svo hoppaði maður niður og upp og niður aftur.
Stundum þurfti maður að hoppa langt upp eða langt niður.
Eða byrjaði maður kannski niðri?

Man einhver út á hvað þessi leikur gengur?

Allar ábendingar vel þegnar.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gulur rauður grænn og blár, svartur hvítur fjólublár heitir leikurinn.  tröppurnar heita eftir litunum og svo sitja allir efst og einn stjórnandi kallar upp lit og þá á að stökkva á tröppuna sem er í þeim lit.  Svo er hoppað upp og niður stigann þegar litirnir eru kallaðir og ef þú hittir ekki á tröppuna ertu úr leik...var þetta ekki einhvern veginn þannig? 

Elín (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 08:58

2 Smámynd: Birgitta

Einmitt og akkúrat Elín :o). Bestu þakkir fyrir.
Guðmundur - þessi bók gæti komið sér vel, ætla að athuga hvort ég hef upp á henni.
B

Birgitta, 5.2.2007 kl. 09:41

3 Smámynd: Birgitta

Þetta er frábært Guðmundur! Ég er í kennaranámi og svona leikir koma sér oft vel. Síðan komin í uppáhalds, nú þarf ég bara að skoða hvar þarna er að finna.
Bestu þakkir .
B

Birgitta, 5.2.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband