5.2.2007 | 14:35
Pólitískir bloggvinir
Undanfarið hef ég fengið nokkrar beiðnir um að gerast bloggvinur - svona viltu vera memm .
Alltaf gaman að því.
Hef þó tekið eftir því að ansi margir bloggarar eru með flokkapólitísk blogg og virðast vera að bæta á sig bloggvinum eins og um atkvæðasöfnun væri að ræða. Það eru jú kosningar rétt fyrir hornið.
Ég ákvað að ég ætla ekki að eignast bloggvini sem eru að blogga um hvað flokkurinn þeirra sé frábær og allir aðrir flokkar glataðir, alla vega ekki fyrr en eftir kosningar.
Þannig að ef þú ert að blogga um hvað flokkurinn þinn er flottur og fínn þá vil ég ekki vera memm.
Til þess að þessi færsla valdi engum misskilningi þá vil ég taka það fram að ég er ekki að abbast út í að fólk tjái skoðun sína um pólitík og pólitísk málefni. Ég vil bara ekki vera tengd inn á kosningaáróður hinna ýmsu flokka og flokksmanna.
Þar til næst...
B - frjáls og óháð
Athugasemdir
Dettur ekki í hug að skjóta þig enda er ég að miða á fólk sem eru aktífir og jafnvel starfandi pólitíkusar. Hef fengið viltu vera memm frá nokkrum þeirra og finnst það líkjast atkvæðaveiðum einum of mikið.
Það er allt annað að hafa skoðun á pólitík og ræða um pólitík, það er bara þarft og gott og ég hef haft mikið gagn af því að lesa þínar færslur um heilbrigðiskerfið.
B
Birgitta, 5.2.2007 kl. 15:54
heyr heyr
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 14:03
++ frá botni sjávar
Ólafur fannberg, 7.2.2007 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.