Þvílíkur óbjóður

Þetta er væntanlega gert fyrir metrómanninn, það hlýtur bara að vera. Hipp og kúl
Er það ekki metróinn sem rakar eða vaxar sig hátt og lágt?
Eða eru það bara hnakkar?
Verð að viðurkenna að ég er ekki alveg inn í þessum málum... 

Veit bara að það er frekar subbulegt að sjá loðna leggi í næloni.
Þannig að þessir menn hljóta að eiga að raka/vaxa á sér leggina.
Eins og margir þeirra raka/vaxa bringuna og bakið.

Veit fátt hallærislegra en karlmann með brodda á bringu/baki - eða bara nokkurs staðar ef út í það er farið, nema auðvitað í vöngunum.
Finnst það bara akkúrat ekkert karlmannlegt.
Eiginlega bara frekar kvenlegt.

Er ég kannski bara orðin gömul og úrelt???
Eða bara svona rosalega föst í staðalmyndum kynjanna?
Er það þetta sem jafnréttið snýst um?

Þar til næst...

B - forpokuð og ómóðins


mbl.is Sokkabuxur fyrir karlmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skil menn vel sem að raka sig, maður til dæmis svitnar meira og það kemur meiri lykt (ólykt) af þeim stöðum sem mikill hárvöxtur er ...

fólk að fá að vera eins og það vill .... eins og guðmundur minn í grænu sokkabuxunum

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 23:41

2 identicon

Vona að það komi líka svona sjokk-opp fyrir þá.. og bumbustrekkjarabuxur, svo þeir fái nú örugglega að vita hvað þetta er ömurleg uppfinning..

Marta (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband