On shopping

Fór að pæla betur í þessu með verslunarþörf kvenna. Hún er nefnilega nokkuð rosaleg!
Það veitir samt alveg lygilega fróun að standa á bílaplaninu fyrir utan Walmart eða Arundel Mills og bílastæðið við hliðina á bílaleigubílnum þínum er troðfullt af stöffi. Stöffi sem ÞÚ varst að kaupa (Það hríslast um mig sæluhrollur við tilhugsunina). Svo mikið af stöffi að þú veist eiginlega ekki hvað allt þetta stöff er - þú kemst ekki að því fyrr en uppi á hóteli þegar þú ferð að rífa uppúr pokunum og skoða og máta og oftar en ekki komast að því að þú gleymdir að kaupa heilan helling af því sem þú ætlaðir - sem "vantaði".
Og þá fer um mann þvílík sælutilfinning - því maður veit að maður hefur 2 heila daga til þess að versla MEIRA.

Og hversu sikk er það? Ég meina, er þetta heilbrigt eða hvað?
Er það safnaraeðlið í konum sem fær þær til að haga sér eins og naut í flagi á útsölum, eins og krakki í ókeypis Nammilandi í mollinu í Amríkunni, eða eitthvað annað?
Karlmenn myndu aldrei, aldrei láta svona (þeir vita ekki af hverju þeir eru að missa...).
Hellisbúateorían segir að konur séu safnarar - karlmenn eru veiðimenn. Karlmenn fara í Kringluna og "drepa" sér einar buxur eða skyrtu eða sokkapar. Þeir myndu aldrei koma heim með eitthvað meira en það sem þá nauðsynlega vantaði! Nýja sokka af því hinir eru svo götóttir að stroffið eitt er eftir. Nýja skyrtu af því að blettabaninn dugar ekki lengur á skítaröndina á hálsmálinu. Nýjar buxur af því að gömlu eru með gati á báðum hnjám og/eða olíublettum á rassinum.
Er þetta þá safnaraeðlið í okkur konunum? Að vilja eiga nóg af öllu "til mögru áranna"?

Hellisbúinn segir að ég væri hörmulegur birgðastjóri, birgðastaða heimilisins sé yfirleitt mjög óhagstæð.  Hrmpff - ekki sveltur hann! Og hann á alltaf sokka í skúffunni og rollon í baðskápnum (fengust 10 í pakka á gjafverði í Target!).

Hmmmm, ég veit ekki.... eina sem ég veit er að ég þarf að fara að komast í góða shoppingferð til USA - mekka hellisfrúarinnar, mig er farið að VANTA ansi margt.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahérnahér, þetta á ég alveg eftir að upplifa, skelli mér með í næstu ferð..

marta (IP-tala skráð) 24.5.2006 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband