Vinátta

Þegar ég var lítil hélt ég að vinir entust að eilífu - svona eins og demantar.
Ég man þegar ég var 5 eða 6 ára átti ég Bestu bestu vinkonu. Amma hennar bjó í sama húsi og ég og við lékum mikið saman. Í garðinum var (í minningunni) RISASTÓRT grenitré - það náði alveg lengst upp í himinn. Eitthvert vetrarkvöldið vorum við úti í garði að leika í snjónum, ég man að tréð var skreytt með jólaseríu og nokkrar perurnar náðu alveg niður að jörðu. Þarna í frostinu og snjónum lágum við og bjuggum til snjóhús fyrir perurnar sem lágu niður við jörð, sömdum þvílíka dramatík í kringum þetta og nutum okkar í botn. Þetta var svona móment þar sem allt annað hvarf og það vara bara ég og hún og ljósaperurnar og snjórinn - magical.
Eitthvað höfum við upplifað vináttuna sterkt þarna því við ákváðum að við myndum alltaf! alltaf muna þetta augnablik.
Ég man það enn.
Svo flutti ég í burtu og þar með endaði sú vinátta.

Síðan þá hef ég átt margar vinkonur - misgóðar eins og gengur og gerist en margar "bestu" vinkonur. Ég er meira að segja svo heppin að sumar þeirra eru ennþá "bestu" vinkonur mínar. Það er ótrúlegt hvað vinkonur deila miklu með hverri annarri og hvað þær taka mikinn þátt í lífi hverrar annarrar.  Boyfriends come and go but friends are forever.
Eða það hélt ég.
Það er ferlega skrítið að missa vin. Þá meina ég ekki að vinur manns látist heldur að hann hafi ekki áhuga á vináttunni lengur og hætti að hafa samband. Láti svona pent í það skína að vináttu þinnar sé ekki óskað lengur.
Það er skrítið að loka á 20 ára sögu. Að hafa gengið gegnum súrt og sætt, súrara og sætara, súrast og sætast saman en svo er hurðinni bara skellt á það allt saman. Og þú veist ekki einu sinni almennilega hvers vegna.

Það er samt yndislegt að finna að sama hvað maður verður gamall getur maður alltaf eignast nýja vini. Og stundum er maður svo heppinn að maður eignast, á gamals aldri Koss, vini sem eru eins og maður hafi kynnst þeim þegar maður var 5 eða 6 ára. Þó maður hafi bara þekkt viðkomandi í nokkra mánuði. Það er náttúrulega BARA snilld Ullandi.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

You´ve got a friend in me
You’ve got troubles I have got them to there isn’t anything I wouldn’t do for you, we stick to gather and see it trough cause you’ve got a friend in me
And as the years go by, our friendship will never die, your gone see its our destiny
you’ve got a friend in me

Minnsta systir (IP-tala skráð) 6.6.2006 kl. 14:06

2 identicon

She won't last for ever.. so why by her a diamond?

Marta (IP-tala skráð) 7.6.2006 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband