Svefnblogg

Var beðin um bloggfærslu en á voðalega erfitt með að finna eitthvað sem heldur áhuganum nógu lengi til að festa það á "blað".

Bestu bloggfærslurnar fæðast reyndar oftast þegar ég ligg í bælinu og er að reyna að sofna. Ótrúlegt hvað ég hef margt að blogga um þá.
Þá rúllar líka frá mér snilldin ein um hin merkustu málefni og það eina sem vantar er að henda því á bloggið þegar ég vakna.
Svo vakna ég og þá er eins og hausinn á mér hafi gjörsamlega tæmst yfir nóttina.
Hef ekki frumleika í að semja innkaupalista í Bónus, hvað þá að blogga hérna einhverja snilld.

Hallast að því að við séum öll í annarri vídd í svefni.
Í þeirri vídd er ég heimsfrægur bloggari sem færi fólki pælingar mínar á ótrúlega ljóðrænan og áhrifaríkan hátt.

Svo getur líka vel verið að þessar pælingar mínar fyrir svefninn séu álíka gáfulegar og innkaupalisti í Bónus en að ég sé komin með annan fótinn í draumaheiminn og því virki hann svona smellinn.

Hvur veit?

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Draumabloggari  Kannast sko alveg við þetta!

Marta (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband