21.5.2007 | 15:24
Baðherbergisblús
Ég ætlaði að skrifa hérna langa og færslu um hrakfarir okkar í samskiptum og viðskiptum við Bykó en ég nenni því ekki.
Þetta yrði fjögra síðna færsla sem væri svo leiðinleg að það myndi enginn nenna að lesa hana.
Læt bara duga að benda þeim sem þykja vænt um geðheilsuna á að versla EKKI eitt stykki baðherbergi af Bykó, eiginlega mæli ég ekki með því að versla neitt af þeim nema þú getir haldið á því, gengið með það að kassanum, borgað og labbað með það út.
Við byrjuðum á baðherbergisævintýrinu í febrúar.
Því er ekki enn lokið (og Bykó á stóran þátt í því).
Í dag brotnaði spegill númer 3 við ásetningu, eins og spegill númer 1, spegill númer 2 var skorinn vitlaust af speglagerðinni og náði því ekki að brotna við ásetningu.
Rafvirkinn kom og undirbjó ljósaísetningar - og tók rafmagnið af hjónaherberginu í leiðinni.
Það var á miðvikudaginn, hann kemur í fyrramálið og lagar.
Þetta er bara svona smjörþefurinn af því sem hefur gengið á hjá okkur undanfarnar vikur.
Ég er hætt að kippa mér upp við þetta, eiginlega farin að hlæja bara að þessu.
(það er samt ekki frá því að það sé smá móðursýkistónn í hlátrinum).
Þar til næst...
B
Athugasemdir
Ú á Bykó!!!
Marta (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.