Flutningar

Það er sko meira mál en ég hélt að finna sér húsnæði í Amríkunni.
Í fyrsta lagi þarf að finna sér bæ eða borg sem maður getur hugsað sér að búa í og það er hægara sagt en gert.
Var búin að finna borg sem við fyrstu sín virtist vera akkúrat það sem við vildum - húsin fín og flott og á góðu verði (þarna hefði maður strax átt að fatta að eitthvað var ekki í lagi). Þegar hverfið er komið þarf maður að finna út hvaða skólar þjónusta því og við þurfum 3 mismunandi skóla - elementary, middle og high school - svo það er heilmikil research sem fylgir því.
Þessu hverfi fylgdi flottur elementary skóli fyrir sponsið, high skólinn fékk góða dóma en middle skólinn var bara einn fyrir ansi stórt svæði. Enda ganga rúmlega 1400 nemendur í hann. 
Þetta leist mér ekkert á fyrir frumburðinn en ákvað samt að kanna borgina nánar.
Google skilaði mér fréttum um klíkuvandamál og óeirðir og Wikipedia talar um vaxandi vandamál, aukna glæpi - nauðganir, morð og fleira þvílíkt - ekki alveg það sem mann dreymir fyrir fjölskylduna sína.

Þetta er ekki fyrsti bærinn eða borgin sem fór svona - leit vel út í byrjun var svo eins og rotið epli við nánari skoðun. Það lá við að ég  gæfist upp og hætti bara við þetta. 

Ég hélt samt áfram að leita og er búin að finna bæ - eða eiginlega þorp - sem lítur vel út. Lítur vel út online alla vega, spurning hvað verður þegar við förum að skoða næstu helgi.

Meira síðar...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband