Að storka örlögunum

Keyrði Austur fyrir fjall um helgina. Sá ótrúlega tölu á skiltinu við bílhræin tvö við vegarkanntinn.
Skrítið að maður hugsi að það sé frábært að það hafi BARA svona og svona margir látist í bílslysi á árinu, það er auðvitað alveg hrikalegt að það hafi einhver látist í bílslysi á árinu, en það er samt gott að það séu ekki fleiri.

Mér finnst einhvern veginn að það megi helst ekki ræða þetta - þá sé maður að storka örlögunum. Ákvað þess vegna að minnast ekki á þetta í sveitasælunni.
Er svo ekki bara fyrirsögn á forsíðu Fréttablaðsins í dag um akkúrat þetta - ussussuss!

Vona að þetta sé bara kjánaleg hjátrú í mér og að talan á skiltinu eigi ekki eftir að breytast.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fær maður ekki Ameríku blogg og myndir? (Svona í sárabætur fyrir helv. nonið sem skilaði sér ekki fyrir helgi )

Marta (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 17:42

2 Smámynd: Birgitta

Sorry darling ekki núna.
Er alveg kolringluð eftir öll húsin, herbergin, baðherbergin, þarf að sortera þetta áður en það týnist :p.

Birgitta, 2.6.2007 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband