New York minute

Ég hef nú sjaldan talið mig eitthvað ofurrólega manneskju en aldrei gæti ég búið inni á Manhattan, NY! Hraðinn á fólkinu þar er alveg ótrúlegur!

Og Hellisbúin er sko alveg búin að ná þessum New York búa hraða - heldur betur!

Við erum semsagt búin að vera að flýta okkur í 4 daga! Líka þegar við höfðum nógan tíma!
Ég þurfti að hlaupa við fót til að hafa í við minn mann og það er sko ekkert sem heitir að rölta um og skoða eða chilla - ónei. Held ég hafi aldrei hlaupið eins hratt í gegnum Gap, H&M, Macy's og einhverjar fleiri búðir sem ég náði ekki að lesa nöfnin á sökum hraða.
Það er sko ekki séns að ég nái að versla nokkuð á svona hraða, rétt náði að rífa með mér buxur, tösku (auðvitað), skópar og peysu og kalla mig sko góða!

Kannski að það hafi verið tilgangurinn hjá Hellisbúanum - humm?

Við náðum alla vega að gera allt sem við ætluðum að gera þó svo að ég hafi ekki náð að gera allt sem ég ætlaði mér.

Þar til næst...

B

Fyrir þá sem skilja ekki fyrirsögnina þá er hér skilgreining á New York minute:
A New York minute is a very short period of time, sometimes significantly shorter than sixty seconds, and sometimes a form of
hyperbole for "perhaps faster than you would believe is possible". The term refers to the common perception that New York City is very busy, with much happening at all hours of the day, and people often in a hurry and likely to be impatient.

Johnny Carson once described a New York Minute as being the time it takes "From the (traffic)lights to turn green, till the guy behind you starts honking his horn".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband