Sumarbúðir...

Eva og Úlfhildur í Ölveri

Jæja, þá eru bæði börnin mín komin úr sumarbúðunum - mikið er nú gott að vera búin að fá þau heim.  Bæði skemmtu sér svona líka rosalega vel og bæði komu þau foreldrum sínum á óvart.

Hann ,vegna þess að litli strákurinn minn sem var svoldið hræddur og lítill í sér, hefur gjörsamlega losað sig við allt slíkt. Hann lærði á kanó og árabáta, tálgaði sér boga og örvar og fann leynivirki um allan skóg. Hann stóð upp í hárinu á einhverjum búllís og lét það ekki á sig fá þó hann týndi öllum vinum sínum heldur fann sér bara eitthvað annað að gera. 

Hún, vegna þess að hún var svo óþekk að það kom til greina að senda hana heim. Sum ykkar halda kannski að ég sé eitthvað delúded að finnast þetta skrítið en málið er bara að þó hún sé algjör orkubolti hún dóttir mín, þá fæ ég yfirleitt komment á það hvað hún er kurteis og hlýðin þegar hún er hjá ókunnugum. Þetta var auðvitað leyst og tekið á þessu af röggsemi og vonandi hefur hún lært eitthvað á þessu.

Börnin komu þannig heim alsæl með ævintýrin. Ég mæli líka með þessu við alla foreldra, sérstaklega að senda systkini ekki saman eða á sama tíma. Þau náðu bæði að vera farin að sakna hins - eitthvað sem ég átti ekkert sérstaklega von á áður en þau fóru Koss og ég náði að knúsa þau og dekra að vild án þess að hitt yrði abbó eða fyndist á sig hallað.

Þar til næst... (farin út í sólina).

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband