8.6.2007 | 15:39
Stelpur vs. strákar
Ef einhver hefði spurt mig fyrir 2 dögum hvort ég teldi að væri erfiðara - að halda afmæli fyrir 10 stk 9 ára stelpur eða 10 stk 11 ára stráka hefði ég skotið á stelpurnar án þess að þurfa að hugsa mig mikið um.
Reyndi er sko akkúrat öfug!
Ég hef sjaldan vitað eins mikið læti, væl og stæla og á 11 ára hópnum sem var hérna í dag. Akkúrat svona vesen og ég hefði búist við af stelpuhópnum sem var hérna í gær.
"Ég vil ekki svona"
"Ég nenni ekki þessu"
"Hann var að stríða mér"
"Ég er bara farinn heim"
Og ég veit ekki hvað...!
Eins og einn þeirra sagði: "Mikið rosalega eruð þið miklar kellingar strákar".
Þar til næst...
B (búin með afmælispakkann þetta árið)
Athugasemdir
LOL þetta er eins og ég hef alltaf sagt ... karlmenn eru mun meiri dramadrottningar en konur ... eða dramakóngar ..
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 19:27
Úfffff......hvað er málið litla Birgitta? Tvö barnaafmæli í röð, baðherbergisraunir dauðans og flutningur milli heimsálfa? a) hvað ertu að reykja? og b) má ég fá smá? Væri farin yfir um á taugum fyrir löngu löngu...
Guðrún Gyða Árnadóttir, 10.6.2007 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.