Stelpur vs. strákar

Ef einhver hefði spurt mig fyrir 2 dögum hvort ég teldi að væri erfiðara - að halda afmæli fyrir 10 stk 9 ára stelpur eða 10 stk 11 ára stráka hefði ég skotið á stelpurnar án þess að þurfa að hugsa mig mikið um.
Reyndi er sko akkúrat öfug!
Ég hef sjaldan vitað eins mikið læti, væl og stæla og á 11 ára hópnum sem var hérna í dag. Akkúrat svona vesen og ég hefði búist við af stelpuhópnum sem var hérna í gær.

"Ég vil ekki svona"
"Ég nenni ekki þessu"
"Hann var að stríða mér"
"Ég er bara farinn heim"
Og ég veit ekki hvað...!

Eins og einn þeirra sagði: "Mikið rosalega eruð þið miklar kellingar strákar".

Þar til næst...

B (búin með afmælispakkann þetta árið)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

LOL þetta er eins og ég hef alltaf sagt ... karlmenn eru mun meiri dramadrottningar en konur ... eða dramakóngar ..

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 19:27

2 Smámynd: Guðrún Gyða Árnadóttir

Úfffff......hvað er málið litla Birgitta? Tvö barnaafmæli í röð, baðherbergisraunir dauðans og flutningur milli heimsálfa? a) hvað ertu að reykja? og b) má ég fá smá? Væri farin yfir um á taugum fyrir löngu löngu...

Guðrún Gyða Árnadóttir, 10.6.2007 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband