Ekki bakka!!!

Vissir þú það að ef tveir bílar eru að bakka og annar bakkar á hinn þá eru báðir bílarnir í órétti?!

Gerðum góðverk í síðustu viku. Góðverkið krafðist þess að við bökkuðum inni á planinu fyrir framan Bónus.
Annar bíll bakkar útúr stæði sínu og húrrar beint í hliðina á okkur.
Hefðum ekki geta gert neitt til að koma í veg fyrir árekstur - nema kannski fara beint upp eða notað sameindasundurjöfnunartruflarann okkar og látið hann fara gegnum okkur.
Tryggingafélagið segir 50/50 af því báðir voru að bakka! Ef við hefðum verið að keyra áfram hefðum við verið í rétti.
Meikar þetta sens?
Mér finnst ekki! Frekar pirruð á þessu eiginlega.
Og því ætlum við að láta þá rökstyðja þetta aðeins betur og senda þetta fyrir tjónanefnd. Vona að þeir sjái hvað þetta er mikið bull.

Moral of the story... Ekki bakka! Alla vega ef þú kemst hjá því. Ef þú ert á bílaplani og leitar stæðis, keyrir óvart aðeins framhjá draumastæðinu, ekki bakka til að ná því! Farðu frekar hring inn á planið aftur og taktu sénsinn á að draumastæðið sé þar enn!
Var að hugsa um að bæta við moralinn að maður eigi ekki að gera góðverk en þetta góðverk hlýtur að hafa bætt plús í cosmic karmað okkar.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ojbarasta...

Marta (IP-tala skráð) 11.8.2006 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband