Wizard of Oz, ET og fleiri

Er dottin í nostalgíugláp með börnunum.
Þau horfðu nefnilega á Galdrakarlinn frá Oz með ömmu sinni og afa og þá fór ég að hugsa um allar hinar snilldar myndirnar sem maður horfði á sem krakki. Var svoldið forvitin að sjá hvað nútímabörnum þætti um þessar myndir og það er alveg ótrúlegt hvað þær eldast vel - langflestar alla vega. 
Undanfarna mánuði erum við semsagt búin að horfa á Indiana Jones, Mary Poppins, gömlu Star Wars myndirnar (reyndar fyrir svolitlu síðan), við mæðgurnar horfðum á Grease og Xanadu (drengurinn strækaði á þessar),  ET og Galdrakarlinn en þá er ég eiginlega bara stomp.
Væri gaman að fá uppástungur um fleiri myndir. Svona þessar sem "maður finnur alvöru tilfinningar þegar maður horfir" eins og skottan mín komst svo skemmtilega að orði þegar við kláruðum ET í gærkvöldi Koss.
Þannig að ef þú sérð einhverja sem þér finnst vanta á listann þá endilega smelltu henni inn í Athugasemdir.

Þar til næst...

B

Ps. *Galdrakarlinn frá Oz er reyndar skylduáhorf fyrir alla, sama á hvaða aldri. Það er varla bíómynd, sjónvarpsþáttur eða bók sem vitnar ekki í þá mynd á einn eða annan hátt. Ég var svo heppin að fá að horfa á hana 3852 sinnum þegar litlu systur mínar voru yngri svo ég kann hana utanað Glottandi og það er alveg ótrúlegt hvað það eru margar tilvísanir í myndina. Líka alveg lygilegt að maður geti horft á hana í 3853 og 3854 skiptið og haft bara gaman af Koss.*


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Börnin á Melabrautinni voru einmitt að horfa á The Neverending Story hjá Önnu Barböru frænku sinni um daginn, hún er alveg ógleymanleg! Kv. Edda

Edda (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 11:23

2 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Hehe gaman að þessu. Þú mátt alls ekki klikka á Jón Oddi og Jóni Bjarna... það er klassík :)

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 14.8.2006 kl. 13:24

3 Smámynd: Birgitta

Heyyy takk fyrir þessar báðar :o) - var búin að steingleyma þeim.

B

Birgitta, 14.8.2006 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband