7.8.2007 | 11:23
Pappakassadraumur
Mig dreymdi svo voðalega furðulega í nótt.
Mig dreymdi að ég ákvað að eignast barn.
Og fyrst ég var að þessu á annað borð ákvað ég að eiga bara 2 (í einu).
Svo fékk ég þau - send . Þau komu nefnilega í svona litlum pappakössum.
Þetta voru tveir strákar, ósköp ljúfir og fínir.
Þetta var svo assgoti sniðugt að ég ákvað að eignast bara 2 í viðbót.
Fékk kassana, annar var blár og hinn bleikur.
Varð svolítið glöð að fá nú alla vega eina stelpu.
En stelpukassinn var tómur... Skoðaði hann betur og sá að þetta var kassinn sem sponsið hafði komið í fyrir 9 árum síðan .
Þegar ég vaknaði var ég alveg viss um að þetta væri voðalega merkilegur draumur sem boðaði eitthvað magnað.
Svo þegar ég hugsaði þetta betur þá komst ég að því að ég er bara búin að umgangast pappakassa aðeins of mikið, aðeins of náið.
Þar til næst...
B
Athugasemdir
Ég er hér! Kem við daglega...
Edda (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 07:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.