Kynþáttafordómar - af hverju?

Ég get ekki séð af hverju það er verra að skipta fólki eftir kynþætti en að skipta þeim eftir kynjum. Mér þykir eiginlega meira misrétti að skipta í lið eftir kyni þar sem karlmenn hafa - oftast - líkamlega yfirburði yfir konum.
Þegar skipt er eftir kynþætti eru kynin væntanlega bæði í hverju liði og allir ættu að hafa jafna möguleika á sigri - eða hvað?
Er svo ekki hvort sem er "merge" í miðri þáttaröð? Þar sem liðin blandast saman í 2 lið?

Kannski er ég bara svona siðblind en ég get ekki séð af hverju þetta eru kynþáttafordómar. Gæti séð það ef það væri einhver líkamlegur eða andlegur munur á kynþáttum en hann er ekki til staðar - eða hvað? Væru miklu frekar fordómar ef einhver segði "Asíubúar geta aldrei unnið einir í lið af því þeir eru svo aumir" eða "spánskættaðir eiga ekki séns af því þeir eru vitlausari en hinir" eða eitthvað í þessum dúr.

Þætti gaman að heyra ef einhver getur útskýrt fyrir mér hvernig þetta eru kynþáttafordómar.

Þar til næst...

B

Verð að bæta því við að Mark Burnett er svo sannarlega konungur raunveruleikaþáttanna. Þetta er alveg snilldarbragð hjá honum. Áhorf á Survivor hefur mjög líklega minnkað þegar komið er á 13. eða 14. seríu og hvað er betra en smá controversy til að ná í betra áhorf?

B


mbl.is GM hættir að styrkja Survivor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Ég get ekki séð heldur að þetta séu kynþáttafordómar. Þvert á móti eins og þeir bentu á fólk þarf þá að kjósa fólk af eigin kynþætti út. Mér finnst þetta alveg lógiskt.

Birna M, 3.9.2006 kl. 15:58

2 identicon

En kvenmenn hafa líka - oftast - andlega yfirburði yfir körlum (sbr.Scrabble). Veit ekki hvernig það er hjá öðrum kynþáttum ;)

Marta (IP-tala skráð) 3.9.2006 kl. 16:13

3 identicon

Mér finnst þetta snilld. Er sammála Mörtu að konur eru körlum fremri í mörgum huglægum íþróttum. Hlakka virkilega til að ská nýja þáttinn. Eg.

Eg. (IP-tala skráð) 4.9.2006 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband