5.9.2006 | 09:23
Áfram Magni!
Ég hef kannski verið helst til svartsýn í gær, vona það alla vega.
Nú er boltinn í höndum allra þeirra sem fíla það sem Magni hefur verið að gera og vilja gefa honum tækifæri til að taka þetta alla leið.
Hvort hann vinnur eða ekki er svo í höndum Tommy Lee og félaga en við getum gefið honum færi á að komast eins langt og mögulegt er.
Þeir sem eiga erfitt með að vaka ættu bara að smella sér í tölvuna strax í fyrramálið, skipta um "time zone" á tölvunni sinni og kjósa eins og vitleysingar. Ég fer samt varlega í að treysta þeim atkvæðum því það hlýtur að vera hægt að loka fyrir atkvæði sem koma á röngum tíma frá ákveðnum löndum.
Því ætla ég að skora á ALLA sem þetta lesa að rífa sig upp klukkan 2 í nótt og KJÓSA! Þó það sé ekki nema í klukkutíma - en helst bara alla 4 tímana!
Fyrir þá sem hafa ekki verið að fylgjast með eru hérna slóðir inn á nokkur af lögunum sem Magni hefur flutt í keppninni:
Dolphins Cry - ég fæ alveg gæsahúð!
Þar til næst - KJÓSA
B
Magni sáttur með eigin frammistöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þegar meðalmaðurinn býður sig fram til forseta mun hann biðja þig, Birgitta að vera sérlegur kosningastjóri sinn. Þú ert öflug og saman gætum við lyft grettistaki í landsmálum á opinberum vettvangi
Meðalmaðurinn (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 11:41
Ekki spurning Meðalmaður!!! Þú hóar bara í mig - anytime ;).
B
Birgitta, 5.9.2006 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.