6.9.2006 | 08:24
Pssst! Kjóstu áfram....
Þið vitið vonandi öll að það er hægt að kjósa í dag? Þið færið klukkuna ykkar á Pacific Time - það virkar alla vega núna (kl 8:20) og svo yfir á GMT +10 Canberra, Melbourne, Sidney þegar það virkar ekki lengur.
Hér eru leiðbeiningar fyrir þá sem vita ekki hvernig það er gert:
Þú tvísmellir á klukkuna sem er neðst í hægra horni skjásins.
Þá færðu upp glugga með dagatali og klukku.
Á flipa fyrir ofan dagatalið stendur m.a. Time Zone.
Þar finnurðu það tímasvæði sem virkar og smellir á OK.
Svo ferðu á Rockstar síðuna smellir á Vote og kýst Magna Okkar alveg eins og óð manneskja .
Ef þú ert í vinnunni og þarft actually að vinna geturðu notað kaffi- og matartímann - skýst bara fram og nærð þér í kaffibolla og/eða eitthvað að narta í - kaffistofuslúðrið getur alveg beðið til morguns!
Þar til næst...
B
Magni í 3. sæti þegar fyrstu tölur voru birtar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég get ennþá kosið, kl. 08:57 en hef ekkert breytt tímanum í tölvunni minni!
Jóhanna (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 08:58
Snilld Jóhanna - takk fyrir þetta :o).
B
Birgitta, 6.9.2006 kl. 09:27
Væntanlega mun netþjónninn ekki taka við atkvæðum nema innan þess tímaramma sem gefinn er strax eftir keppni, gildir þá einu hvar í heiminum þú ert staddur...
Sigurjón, 6.9.2006 kl. 09:50
Það virðist vera hægt, annars náði ég inn nokkrum atkvæðum í nótt bæði í sms og msn, veit ekki hve mörgum.
Birna M, 6.9.2006 kl. 10:15
Maður verður í rauninni að elta klukkuna kringum heiminn. Ég myndi halda að við værum í Ástralíu núna.
Svo hef ég tekið eftir því að ef ég loka ekki msn síðunni eða msn messenger um nóttina þá get ég haldið áfram að kjósa að morgni. Það er eins og hún nemi bara klukkan hvað þú opnar síðuna eða messenger en uppfæri það ekki.
Þú gætir líka prófa að breyta AFTUR í tímann - stilla hana á 2 síðustu nótt og athuga hvort þú náir inn þannig.
B
Birgitta, 6.9.2006 kl. 10:31
þetta virkar ekki alveg þannig.. þeir taka bara við atkvæðum á ákveðnum tíma. Þó svo síðan sé opin þá eru þeir ekki að telja. Þeir vita alveg hverjir eru 3 neðstu strax og það opnar fyrir kostningarnar því þetta kemur sjálfkrafa inn. Svo er lokað fyrir talninguna á ákveðnum tíma. Svo þeir sem eru á fullu að kjósa núna... atkvæði ikkar verða ekki með.
elm (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 19:50
Það sem þeir gefa upp í lok performance þáttarins eru atkvæði úr salnum, ekki af síðunni eða sms.
Þar sem þeir sýna þáttinn á misjöfnum tímum á austur og vestur strönd USA, í Ástralíu og Íslandi meðal annarra staða svo kosningatíminn er ansi sveigjanlegur.
Manni sýnist þeir ekkert vera að leggja alltof mikið í að passa hvaðan atkvæðin koma og hvenær - það sakar allavega ekki að kjósa og kjós ;).
B
Birgitta, 7.9.2006 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.