Síðasta kosningin á þriðjudaginn

Og svo getur maður farið að sinna heimili og lærdómi aftur - ég hlakka eiginlega bara til!

Var nú að vona að það yrði ekki kosning, skil ekki alveg hvernig þeir ætla að hafa fyrirkomulagið á þáttunum í næstu viku - eða verða 2 þættir? Verður performance þáttur á þriðjudaginn og svo elimination þáttur á miðvikudaginn? Ætla þeir þá að senda einhvern "heim" og kynna svo sigurvegarann?
Veit þetta einhver?

Ég verð að viðurkenna að ég átti ekki von á því að þeir sendu Storm heim á undan Dilönu - mikið þykir mér það stórfurðulegt! Sérstaklega miðað við hvað þeir virðast rosalega hrifnir af Storm.
Meina, allir búnir að lofa að vera backup hljómsveit fyrir hana - hummm, af hverju velja þeir hana þá ekki bara?

Skil þetta ekki alveg...

Enda er ég ekki Supernova gaurarnir (þökkum öllum heilögum fyrir það!) - þeir vita vonandi hvað þeir vilja.

Mikið er maður nú stoltur af honum Magna Hlæjandi - í mínum huga er hann kominn Alla leið.

Þar til næst...

B


mbl.is Magni í úrslitaþáttinn - Storm send heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Það er bara einn þáttur eftir - úrslita þátturinn. Ætla þeir að raða í sæti með þessari kosningu? Ég hélt að þetta væri búið. Verður ekki bara valið í grúppurnar og hinir verða svo afgangs?

Birna M, 7.9.2006 kl. 09:28

2 Smámynd: Birgitta

Nei, það kom nefnilega fram í þættinum í gær að það yrði kosning á þriðjudaginn...

Skil þetta ekki alveg...

B

Birgitta, 7.9.2006 kl. 09:31

3 identicon

Ég hef alltaf skilið þetta á þann hátt að hér með væri kosningu lokið.Gömlu rokkararnir myndu svo ákveða sjálfir í síðasta þættinum hver myndi hreppa hnossið og verða söngvari grúpunar.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 7.9.2006 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband