7.9.2006 | 20:47
Flott hjá Icelandair - ljótt hjá Gilby
Ætli þeir hafi getað reddað miðum á sjóið?
Annað væri frekar fúlt...!
Væri ekkert smá til í að vera þarna - örugglega geðveik upplifun - sama hvað manni finnst um hina rokkarana, bara geðveikt að vera í fjörinu og stuðinu.
Er búin að vera að melta þáttinn í gær og er eiginlega orðin ferlega fúl útí Gilby Clarke. Hvernig hann dissaði Magna á sviðinu í SN laginu í gær var alveg útí hött. Horfði á þetta aftur á Rockstar síðunni og þetta er alveg út í hróa.
Á spjallþráðunum vilja sumir meina að hann hafi þurft að einbeita sér svona að gítarnum til að fipast ekki, vona eiginlega að það sé málið því hitt er argasti dónaskapur!
Það hvarflaði hreinlega að mér að kjósa EKKI næsta þriðjudag ég varð svo fúl!
Hvaða rugl er þetta eiginlega?
Hrmpff!
B
Icelandair býður fjölskyldu Magna til Los Angeles | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já Icelandair rokkar feitt núna;) Ég tók ekki eftir þessu dissi Gilbys á Magna, en hins vegar fannst mér rosalega skrýtið að horfa á flutning Magna með SN. Það vantaði algjörlega "samtengingu" þeir náðu engan veginn saman.
Allt annað en þegar Magni syngur með húsbandinu..þvílíkt sem hann passar með þeirri hljómsveit.
Ester Júlía, 7.9.2006 kl. 21:12
Þetta með samtenginguna kemur svoldið útaf því að Gilby snýr t.d. baki í Magna - það er áhugavert að horfa á þetta aftur.
B
Birgitta, 7.9.2006 kl. 21:57
Ég horfði á þetta aftur í gær og er sammála ykkur með dissið. Hvurslags dónaskapur er þetta eiginlega? Hvað var maðurinn að spá! Já þetta kom verulega illa út fyrir SN. Sá eini með viti í því bandi, virðist vera Jason.¨
Ester Júlía, 8.9.2006 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.