Sjónvarpsgláp

Ég er að koma sjálfri mér þvílíkt á óvart hérna. Ég var búin að hlakka svo til að hafa 100+ sjónvarpsstöðvar og var dauðhrædd um að ég myndi liggja yfir talk-shows og sápum heilu og hálfu dagana.
En nei, við kveikjum varla á sjónvarpinu. Varla að maður horfi á fréttir, hvað þá meira.

Næstu tvær vikurnar eru reyndar svona Premier weeks, þá byrjar nýtt season og allir stærstu þættirnir frumsýndir. Ég gæti nú trúað að þá dragist ég að sjóminu Wink. Er sérstaklega farin að sakna McDreamy og McSteamy Tounge

Annars er ég búin að uppgötva eina snilld hérna í USAnu - TiVo! eða eitthvað sem virkar eins en heitir eitthvað annað. Ég er búin að prófa að láta taka upp fyrir mig ANTM9 og Prison Break og það svínvirkaði. Ég þarf svo að dunda mér við að stilla inn upptöku á Greys, Desperate Housewives, Heroes og öllu hinu. Svo er bara að finna sér tíma til að horfa á þetta allt saman Kissing.
Ætli maður geti kannski komið þessu yfir á geisladiska? Ef  einhver kann það væri ég alveg til í leiðbeiningar.

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mælir með að þú geymir aðeins DH og við tökum míní maraþon inn á milli lærdómshrina !

Lærdómspartner (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband