Míns eigins blogg

Það er ekkert smá sem ég hef vanrækt þessa bloggsíðu undanfarið.
Hef reynt að halda andlitinu með því að henda inn brandörum eða netprófum (eins og þetta hérna að neðan) en það kallast nú varla að blogga.
Málið er bara að það er ekkert sniðugt að halda úti tveimur bloggsíðum.

Þó svo að hin bloggsíðan mín hafi átt að vera bara upplýsinga- og fréttasíða fyrir fjölskylduna og þessi átt að vera svona Birgittubloggsíðan þá virðist lítið vera eftir af andagift þegar ég er búin með upplýsingaskylduna Wink.

Enda kannski ekki mikil ástæða til að halda úti tveimur síðum þar sem líklega eru sömu lesendur að þeim báðum.

Sé til hvað ég geri, kannski mun föstudagsleiðinn sem hellist alltaf yfir mig auðga andann það mikið að ég finni mig knúna til að tjá mig hérna líka.

Langar samt að gefa ykkur lítið ljós í skammdeginu

Ljós

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef alla vega mjög gaman af svona alvöru "Birgittubloggum" þó fréttir og upplýsingar um lífið í Ameríkunni séu líka alveg nauðsynlegar!  Svo endilega haltu áfram hér líka.

Edda (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 09:55

2 identicon

Hey vá, sé allt í einu hendur með ljósi inní, í gær sjá ég bara ljóta lukt með ljósi í.. er þetta einhver töframynd eða þarf maður að vera sérstaklega stemmdur til að "sjá ljósið"?

Marta (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband