Klósettsetur og krúsídúllur

Eitt af því skondnasta sem sem ég séð hérna í USAnu eru klósettsetur!

Eins og flestir vita þurftum við Hellisbúinn að skoða ca 300 hús áður en við fundum húsið "okkar". Þessi hús voru eins misjöfn og þau voru mörg.

Man sérstaklega eftir einu þeirra. Þar var allt veggfóðrað og teppalagt.
Hljómar svosem ekkert hrikalega nema hvað samsetningin var svona eins og eftir litblindan innanhússhönnuð sem hefði fengið brjálæðiskast í Lauru Ashley.
Allt rósótt og doppót og röndótt og köflótt - inni í sama herberginu!
Og ekkert endilega í sama litnum.

Eitt baðherbergið í þessu húsi var í svona martraðarmúnderingu, pífur og blúndur og dúllur útum allt og áðurnefndar doppur, rendur, rósir, túlípanar og ég veit ekki hvað uppum alla veggi.
Toppurinn var samt klósettið sjálft.

Klósettsetan og lokið voru glær.
Steypt inn í lokið og setuna voru smápeningar - quarters og dimes og meira að segja einn og einn dollar.
Ég get ekki ímyndað mér að það sé neitt betra að "do your stuff" sitjandi á klinki...?

Við sáum reyndar svona klósett á fleiri stöðum.
Eitt var með rósablöðum og annað var með fiskum (eða höfrungum, man það ekki alveg).

Haustseta

 

 

Fann ekki mynd af klinksetunni en þessi ætti að gefa ykkur hugmynd um hvað ég á við.

 

 

 

 

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við fjölskyldan leigðum okkur eina hvítasunnuhelgi sumarbústað á suðurlandinu. Hann var akkúrat svona eins og þú lýsir íbúðinni.. eins og Laura Ashley hafi ÆLT yfir hann allan! Rósótt og köflótt og quilt í öllum hornum ásamt útsaumuðum kanínum, dúkkum, púðum og öðrum ófögnuði. Hvað við vorum fegin að komast heim aftur!!

Marta (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband