14.9.2006 | 08:46
Til hamingju Magni (og Eyrún)
Þetta var hreint út sagt frábær árangur! Ég held að fáir hafi átt von á því að Magni Okkar næði svona langt, síst af öllu Bandið sem áður hét Supernova.
Mér fannst orðið frekar pínlegt hvað þeir létu það í ljós þarna undir lokin, sérstaklega Gilby - og reyndar líka Tommy Lee, en það kom ekki að sök. Áhorfendur voru þeir sem sögðu sína skoðun með því að kjósa og þeir vildu MAGNA!
Þegar maður lítur yfir spjallþræðina þá eru langflestir sammála um að Magni sé stórkostlegur tónlistarmaður . Hann tekur gítarinn eins og professional, söngröddin með þeim betri og performancið bara hans, ekkert óþarfa sirkusatriði, meikupp og tattú heldur bara eins og hann er - hreinn og beinn.
Það er auðvitað frekar hæpið að dæma karakter manneskju útfrá raunveruleikasjónvarpsþætti, þar sem auðvelt er að klippa saman hegðun þína þannig að sá sem á horfir sjái tík, vitleysing, hrokagikk, dóna eða hvað sem er en það er erfiðara að klippa saman hjálpsama, hógværa manneskju sem vill öllum vel, sem er laus við hroka og tranar sér ekki fram.
Það er akkúrat sú mynd sem fólk hefur af Magna og sveimérþá ef það er ekki bara jafnmikil ástæða til að vera stoltur af því og að ná 4.sæti í Rockstar Supernova.
Það er óskandi að Magni fái að fara í tónleikaferðalagið með Húsbandinu. Það er svo greinilegt að Magni fann sig mikið betur með þeim en nokkurn tíma með Bandinu sem áður hét Supernova. Icelandair ætti nú bara að setja upp ferðir á tónleikana - ég væri sko alveg til í að mæta á þá tónleika!
Vil bara ljúka þessu með að óska Magna Okkar til hamingju með þennan árangur og Eyrúnu með að vera búin að fá manninn sinn aftur .
Þar til næst...
Birgitta
Lukas sigraði í Rock Star Supernova | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er bara rosalega ánægð með þessi úrslit. Hann fær allt sewm hann vill með þessu og ég tek undir hamingjuóskirnar. Og til hamingju Marinó litli með að vera búinn að fá pabba heim.
Birna M, 14.9.2006 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.